is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14276

Titill: 
  • Þýðing sönnunargagna sem aflað hefur verið með tálbeitu við sönnun í sakamáli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar sú tegund sérstakra rannsóknaraðferða lögreglu, að beita tálbeitu, er notuð við rannsókn í sakamáli takast á tvö andstæð sjónarmið. Annars vegar sú brýna samfélagsþörf að afbrot verði upplýst og hins vegar réttaröryggi þess sem aðgerðin beinist að. Notkun tálbeitu getur verið varhugaverð með tilliti til réttaröryggis borgaranna og með henni er vegið að friðhelgi sakborninga. Á Íslandi gildir meginreglan um öfluga sannleiksleit í sakamálum og sést hún m.a. í því að ýmiss konar aðgerðir gegn grunuðum mönnum eru leyfðar á frumstigum máls, þegar tiltekin skilyrði eru fyrir hendi, jafnvel gegn réttindum sem vernduð eru í Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Það er því ákveðin togstreita sem skapast á milli sannleiksreglunnar og þeirra grundvallarmannréttinda sem sakborningi eru veitt í stjórnarskrá og alþjóðlegum sáttmálum. Þá getur verið álitamál hvort slíkar aðferðir þýði í raun að sakborningur hafi verið sviptur rétti til að játa ekki á sig sök og málsmeðferðin geti þar af leiðandi ekki talist réttlát í skilningi 1. mgr. 70. gr. stjskr. og 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu.
    Í ritgerð þessari er leitast við að gera grein fyrir þeim skilyrðum sem notkun tálbeitu er bundin og þeim meginsjónarmiðum sem lögð hafa verið til grundvallar í íslenskum rétti þegar metið er hvort að sönnunargögn, sem aflað hefur verið með tálbeitu, verði lögð til grundvallar sakfellingu í dómsmáli. Einnig er komið inn á þau sjónarmið sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur lagt til grundvallar í dómum sínum og að lokum vikið stuttlega að framkvæmdinni í Danmörku og Noregi.

Samþykkt: 
  • 8.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14276


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birgitta Arngrímsdóttir.pdf247.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna