is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1429

Titill: 
  • Hvað getur vatnsleikfimi gert fyrir einstaklinga með þyngdarvandamál
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um offitu og hvað hreyfing getur gert fyrir þá einstaklinga sem eiga við þyngdarvandamál að stríða. Tilgangur ritgerðarinnar er lokaverkefni til B.Sc. gráðu í íþróttafræðum og er að mestu leyti stuðst við heimildir. Þó var gerð könnun um viðhorf einstaklinga með þyngdarvandamál til vatnsleikfimi og spurt hvers vegna þeir stunduðu hana. Þáttakendur voru af báðum kynjum á aldrinum 31-60 ára og voru alls um 44 talsins.
    Spurningalisti var lagður fyrir offituhóp á Reykjalundi og þau spurð um líkamsástand, sjúkdóma, eymsla í liðum og viðhorf til vatnsleikfimi. Unnið var úr svörunum spurningalistanna og sett upp myndrænt.
    Helstu niðurstöður voru að þátttakendur virtust gera sér grein fyrir mikilvægi hreyfingar til að stuðla að betri lífsstíl og viðhorf þeirra til þjálfunar í vatni var mjög gott. Um helmingur karla og kvenna voru byrjendur í vatnsleikfimi. Konur voru töluvert fleiri en karlar eða 29 á móti 15 og tæplega helmingur þeirra höfðu átt við þyngdarvandamál að stríða í 16 ár eða lengur. Um helmingur kvenna var einnig með háan blóðþrýsting og tæplega helmingur karla var með sykursýki II. Einnig voru nokkrir einstaklingar sem höfðu átt við þunglyndi að stríða. Rúmlega helmingur karla og kvenna voru með verki í baki og hnjám og meira en 6 ár voru síðan þau stunduðu íþróttir að einhverju tagi. Þó sögðust flestir stunda hreyfingu af einhverju tagi 3-8 sinnum í viku.

Samþykkt: 
  • 27.11.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1429


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dr_alokaritgerseptember_10.cd.pdf500.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna