is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/142

Titill: 
  • ,, Við skildum hana aldrei, aldrei, aldrei eftir eina"
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar sem er eigindleg var að rannsaka reynslu kvenna af því að eiga ástvin með krabbamein og reynslu þeirra af þeirri þjónustu sem þær fengu á Akureyri í sjúkdómsferli ástvina sinna.
    Rannsóknarspurningar: Settar voru fram tvær rannsóknarspurningar:
    1) Hver er reynsla kvenna af því að eiga ástvin með krabbamein?
    2) Hver er reynsla kvenna af þeirri þjónustu sem þær fengu á Akureyri í sjúkdómsferli ástvina sinna?
    Aðferð: Notuð var fyrirbærafræðileg rannsóknaraðferð samkvæmt Vancouver-skólanum í fyrirbærafræði. Tekin voru viðtöl við þrjár konur. Tvö viðtöl voru tekin við hverja konu og viðtölin svo greind í þemu.
    Niðurstöður: Í frásögnum meðrannsakendanna voru greind tvö aðalþemu, þörf fyrir að vera til staðar fyrir ástvin sinn og stuðningur, meginþemun erfið reynsla, þakklæti, styrkjandi þættir, sorg og söknuður, tilfinningalegur stuðningur, fræðsla, öryggi, áþreifanlegur stuðningur og þægindi, mismunandi þörf fyrir eftirfylgd og trú og trúarleg þjónusta, auk undirþemanna að horfa upp á ástvin sinn veikan, umönnunarbyrði, samsömun, að viðhalda reisn, leitað í trú og innri styrk, sátt og virðing.
    Ályktanir: Reynsla kvenna af því að eiga ástvin með krabbamein er erfið og þörf þeirra fyrir að vera til staðar fyrir ástvin sinn er mjög mikil. Heilbrigðisstarfsfólk virðist gera sér grein fyrir þeirri þörf og reyna að mæta henni eftir bestu getu. Rannsakendurnir telja að sú þjónusta sem í boði er á Akureyri sé góð en kynna mætti betur fyrir sjúklingum og aðstandendum alla þá þjónustu sem er til staðar til að hún nýtist þeim sem best.
    Lykilhugtök: Krabbamein, umönnunarbyrði, fjölskylda, aðstandendur, líknandi meðferð, sorg, bjargráð.

Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/142


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkmedforsidu.pdf3.27 MBOpinnVerkið í heild sinniPDFSkoða/Opna