is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14307

Titill: 
  • Gagnkynhneigð er ekki eðlileg, hún er algeng: Áherslur í kynfræðslu og jákvætt starf með samkynhneigðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að kanna hverjar helstu áherslur í kynfræðslu eru hvað varðar kynhneigð, kynlíf og ást. Áherslurnar verða skoðaðar út frá hugtakinu gagnkynhneigðarhyggja (e. heterosexism). Að auki er leitast eftir svörum við hvernig félagsráðgjafar geta stuðlað að auknu jafnrétti á grundvelli kynhneigðar í kynfræðslu sem og annarstaðar. Í ritgerðinni er fjallað um mótun jákvæðrar sjálfsmyndar unglinga í hópi homma, lesbía og tvíkynhneigðra og sagt frá helstu erfiðleikum í mótun hennar. Einnig verða hugtökin gagnkynhneigðarhyggja og gagnkynhneigð viðmið útskýrð og sagt frá rannsóknum sem athuga birtingarmynd þessara hugtaka í skólakerfinu. Rýnt verður í lög og námskrár í grunn- og framhaldsskólum hér á landi sem snúa að kynfræðslu ásamt tveimur ritum sem notuð eru í kynfræðslu og athugað hvort þar megi finna vísbendingar um gagnkynhneigðarhyggju. Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að í ritunum tveimur má finna vísbendingar um gagnkynhneigðarhyggju en ekki í lögum og námskrám. Að lokum verður svo sagt frá jákvæðu starfi með samkynhneigðum (e. gay affirmative practice) og hvernig félagsráðgjafar geta nýtt sér slík vinnubrögð í vinnu með unglingum sem og öðrum. En í niðurstöðum segir að slík vinnubrögð hjálpi félagsráðgjöfum að stuðla að jafnrétti á grundvelli kynhneigðar á öllum sviðum sem þeir starfa.

Samþykkt: 
  • 9.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14307


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gagnkynhneigð er ekki eðlileg, hún er algeng.pdf291.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna