is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14313

Titill: 
  • Fæðingarþunglyndi. Tengsl meðgöngu og fæðingarþunglyndis og áhrif þess á tengsl milli móður og barns
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.A. prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Í heimildarritgerð þessari verður byrjað á að skoða lyndisraskanir þunglyndi og kvíða þar sem einkenni og líðan verða skoðuð. Þunglyndi og kvíði geta gert vart við sig á meðgöngu kvenna og eftir fæðingu, einkennin eru eins og annars en þunglyndið getur haft á hrif á tengsl móður og barns. Skoðað verður þunglyndi og kvíði á meðgöngu og eftir fæðingu hjá þeim konum sem við þær lyndisraskanir hafa glímt. Leitast verður við að svara spurningunni hvort tengsl séu milli meðgöngu- og fæðingarþunglyndis og hvort þunglyndi á meðgöngu og eftir barnsburð hafi áhrif á tengsl milli móður og barns? Þar að auki verður leitast við að skoða hvort óörugg tengsl milli móður og barns geti hafi einhverjar afleiðingar á barn í komandi framtíð ? Konur sem glíma við þunglyndi eru taldar vera í meiri hættu á að mynda óörugg tengsl við barn sitt og því verður farið í að skoða mikilvægi geðtengsla sem einstaklingar mynda sín á milli. Í lokin verður svo farið í starf félagsráðgjafa með fjölskyldum sem glíma við fæðingarþunglyndi móður. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að tengsl eru milli meðgöngu- og fæðingarþunglyndis og er mikilvægt að reyna að koma auga á einkenni þunglyndis sem fyrst svo hægt sé að vinna með sjúkdóminn sem fyrst og þá helst á meðgöngu og reynt að koma í veg fyrir frekari vanlíðan móður og barns. Konur sem þjást af meðgönguþunglyndi eru líklegri en heilbrigðar konur til þess að fá fæðingarþunglyndi. Konur sem áður hafa glímt við þunglyndi líklegri til þess að fá meðgöngu- og fæðingarþunglyndi. Þær mæður sem glíma við þunglyndi í kjölfar barnsburðar eru líklegri til þess að mynda óörugg tengsl við barn sitt sem svo síðar meir getur haft neikvæðar afleiðingar á barn.

Samþykkt: 
  • 9.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14313


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð-félagsráðgjöf-Svanhildur Anna.pdf303.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna