is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14318

Titill: 
  • Átröskunardeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss. Hugmyndafræði og starfsemi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Átraskanir eru skilgreindar sem geðsjúkdómar og skiptast í þrjár tegundir: lystarstol, lotugræðgi og óskilgreinda átröskun. Á Landspítalanum er starfrækt þverfaglegt átröskunarteymi sem starfar eftir hugmyndafræði bata-líkansins og notar til þess nokkrar meðferðarnálganir. Þessar meðferðarnálganir eru: hugræn atferlisnálgun, áhugavekjandi samtalstækni, lausnamiðuð nálgun og samkenndarnálgun. Á átröskunardeild Landspítalans er bæði dag- og göngudeild og fer þar fram ýmis konar vinna með sjúklingum og aðstandendum þeirra. Á deildinni er í boði læknismeðferð, næringarmeðferð, listmeðferð og fjölskyldumeðferð. Aðstandendum sjúklinga standa til boða bæði viðtöl og ráðgjöf, sé þess óskað. Þegar einstaklingur glímir við geðræn vandamál geta ýmis tengsl rofnað og er félagsráðgjafinn því mikilvægu hlutverki við að bæta eða styrkja þessi tengsl sem hafa rofnað. Félagaráðgjafinn aðstoðar einnig sjúklinginn við að koma lagi á þau tengsl sem hafa rofnað. Á átröskunardeild Landspítalans starfar félagsráðgjafi sem er jafnframt fjölskylduþerapisti og sinnir fjölskyldumeðferð.

Samþykkt: 
  • 9.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14318


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak_Jenny_Halldorsdottir.pdf719.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna