is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14327

Titill: 
  • Markviss málörvun - forspá um lestur
Útgáfa: 
  • 2004
Útdráttur: 
  • Leikskólabörnum var fylgt eftir lokaár sitt í leikskóla og fyrsta ár grunnskólans. Þátt tóku þrír árgangar barna, samtals 160 börn. Gert var tilraunarlíki þar sem hópum var skipt eftir leikskólum og árgöngum. Kennararnir Helga Friðfinnsdóttir, Sigrún Löve og Þorbjörg Þóroddsdóttir aðlöguðu árið 1988 danska kennsluhandbók í hljóðkerfisvitund að íslenskum aðstæðum og gáfu henni nafnið Markviss málörvun. Verkefnin í henni voru ætluð blönduðum bekkjum barna og byrjað á auðveldum verkefnum sem síðan fóru stigþyngjandi. Fyrsti árgangur barnanna sem hér tóku þátt fékk ekki Markvissa málörvun, sem annar og þriðji árgangur fengu. Á sínu síðasta leikskólaári fékk annar árgangurinn kennslu í Markvissri málörvun, börn í öðrum leikskólanum á hefðbundinn hátt en í hinum fengu börnin verkefni sem voru betur sniðin að getu þeirra. Skipt var í þrjá
    getuhópa. Fyrir þriðja árganginn völdu kennarar í báðum leikskólum að nota tilsniðnu verkefnin. Niðurstöður leiddu í ljós að Markviss málörvun efldi hljóðkerfisvitund, hvort sem kennslan var hefðbundin eða verkefnum hagað í samræmi við hljóðkerfisvitund nemenda. Börnin sem fengu tilsniðnu kennsluna lásu betur í lok fyrsta bekkjar en þau þekktu líka fleiri bókstafi í upphafi síðasta vetrar í leikskóla. Væri valið tölfræðilega hvaða breytur spáðu best um lestrargetu við lok
    fyrsta bekkjar kom í ljós líkan sem innihélt bókstafaþekkingu, málþroska og aldur og skýrði 54% af dreifingu á lestrargetu. Frekari rannsókna á forspá um lestrargetu er þörf og í þessari rannsókn vöknuðu spurningar um kynjamun, t.d. hvort drengjum gagnist Markviss málörvun betur en stúlkum. Skörun við aðra færni vakti einnig spurningar um eðli hljóðkerfisvitundar.

Birtist í: 
  • Tímarit um menntarannsóknir 2004; 1: s. 185-194
ISSN: 
  • 1670-5548
Samþykkt: 
  • 9.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14327


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
15_gudrun1.pdf303.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna