is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1434

Titill: 
  • Harpan sem grét : barnabók ásamt greinargerð og kennsluleiðbeiningum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu lokaverkefni má finna bókina Harpan sem grét ásamt greinargerð og kennsluleiðbeiningum fyrir þriðja og fjórða bekk grunnskólans. Áhugi fyrir gerð bókarinnar kviknaði þegar lesinn var texti Guðmundar Finnbogasonar þar sem hann talar um Áslaugu í hörpu Heimis eins og hún sé einhver sem allir vissu hver væri. Við komumst að því að Áslaug er persóna úr Völsungasögu sem ekki margir muna eftir. Í kjölfar þess ákváðum við að endursegja þessa litlu sögu sem á fullt erindi til barna í dag.
    Í framhaldi þeirrar uppgötvunar kynntum við okkur gerð barnabóka og hlut fornsagna og ævintýra í þeim. Hvað væri búið að skrifa um fornbókmenntir, ævintýri og hvernig hægt væri að nýta í kennslu fyrir börn. Við komumst að því að ekki er búið að skrifa mikið fyrir yngstu börnin. Við hófumst því handa við gerð bókarinnar. Markmið okkar við gerð hennar var að búa til barnabók sem væri skemmtileg og góð sem fyrsta kynning á fornbókmenntum.
    Kennsluverkefninu, sem fylgir bókinni, er ætlað að styðja við kennslu hennar. Markmið þess er að nota bókmenntir sem kennslutæki og tengja þær við sem flestar námsgreinar grunnskólans. Þannig eru námsgreinarnar samþættar og hægt er að kenna þær á skapandi og fjölbreyttan hátt.

Samþykkt: 
  • 28.11.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1434


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Harpan_sem_gret_oll_ bokin.pdf535.93 kBOpinnBarnabók PDFSkoða/Opna
Harpan_sem_gret_oll_greinarger.pdf273.28 kBOpinnGreinargerð og kennsluleiðbeiningarPDFSkoða/Opna