is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14352

Titill: 
  • Við erum „alvöru“ fjölskylda: Áskoranir lesbískra stjúpfjölskyldna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Töluverð breyting hefur orðið á fjölskyldugerðum síðastliðna áratugi, skilnaðartíðni hefur hækkað og mismunandi fjölskyldugerðir eru algengar í vestrænum löndum. Lesbísk stjúpfjölskylda er ein af þessum fjölskyldugerðum, en stækkandi hópur barna elst nú upp í stjúpfjölskyldum. Í ritgerðinni er spurt hverjar eru helstu áskoranir sem lesbískar stjúpfjölskyldur mæta. Til að svara þeirri spurningu er notast við niðurstöður fyrirliggjandi rannsókna. Niðurstöður sýna að allar fjölskyldugerðir glíma við áskoranir en segja má að þær áskoranir sem stjúpfjölskyldur mæta séu flóknari og annars eðlis í samanburði við aðrar fjölskyldugerðir. Engin heildstæð íslensk rannsókn hefur verið gerð á áskorunum lesbískra stjúpfjölskyldna en þó hafa nokkrar verið framkvæmdar erlendis. Niðurstöður sýna að lesbískar stjúpfjölskyldur glíma við margar sömu áskoranir og gagnkynhneigðar stjúpfjölskyldur. Sérstaða þeirra felst í auknum fordómum og neikvæðum staðalímyndunum vegna kynhneigðar. Þær tilheyra í raun þremur minnihlutahópum, að vera samkynhneigður einstaklingur, samkynhneigt foreldri og vera í stjúpfjölskyldu. Viðurkenning og aukin skilningur samfélagsins á ólíkum fjölskyldugerðum skiptir máli svo hægt sé að efla fjölskylduþrótt og velferð þeirra.

Samþykkt: 
  • 10.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14352


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman Sigurbjörg Sigurðardóttir.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna