is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14367

Titill: 
  • Rafrænt eftirlit fanga. Í þágu samfélags, fanga og aðstandenda þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Refsingar eru mikilvægar til að halda friði innan samfélagsins. Þess vegna sættist þjóðfélagið við þær og telur þær þarfar. Fangelsi hér á landi eru fullnýtt og var rafrænt eftirlit fanga því lögleitt hér á landi sem nýtt úrræði afplánunar utan fangelsis. Það er gert að fyrirmynd nágrannalanda okkar. Rafrænt eftirlit sem lögleitt var hér á landi kallast „back door“ eftirlit þar sem afplánunarfangi þarf að sitja hluta dómsins í fangelsi áður hann getur farið í opið fangelsi, þaðan á Vernd og að lokum í rafrænt eftirlit. Rafrænt eftirlit sem úrræði mun bæði spara fangarými og fjármagn og ætti að verða til þess að boðunarlisti til afplánunar styttist talsvert. Fangelsun getur haft neikvæð áhrif á afplánunarfanga sem og aðstandendur. Afplánunarfangar sem sæta rafrænu eftirliti í lok afplánunar geta því aðlagast að samfélaginu að nýju, stundað vinnu, nám eða sinnt þeim verkefnum sem uppfylla skilyrði Fangelsismálastofnunar. Það er mikill hagur af því að á meðan á afplánun stendur geti viðkomandi sinnt þeim skyldum sem hann hefur gagnvart fjölskyldu sinni og um leið unnið að sínum málum til betrunar með aðstoð félagsráðgjafa og notið góðs af heildarsýn hans. Lögleiðing rafræns eftirlits er þannig samfélagslegur ávinningur og allra hagur til þess að afplánunarfangi geti áfram verið virkur samfélagsþegn þrátt fyrir að hafa takmarkað frelsi vegna refsiverðrar háttsemi. Að auki getur rafrænt eftirlit dregið úr endurteknum afbrotum og dregið úr afbrotatíðni.

Samþykkt: 
  • 10.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14367


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Rafrænt eftirlit fanga-1.pdf797.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna