ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14369

Titill

Tímamót ástarsambandsins: Áhrif fyrstu barneigna á parasamband foreldra

Skilað
Júní 2013
Útdráttur

Tilgangur ritgerðarinnar er að skoða áhrif fyrstu barneigna á parasamband foreldra, einkenni styrkjandi þátta og leiðir til úrbóta. Tekið er mið af hinu dæmigerða tvíforeldra fjölskylduformi (e. two-parent families) sem samanstendur af föður og móður með barn eða börn. Tíðni sambandsslita er töluvert há í vestrænum samfélögum og virðist aukast á fyrstu árum eftir barneignir. Meirihluti þeirra sem stíga inn í foreldrahlutverkið í fyrsta sinn upplifa hnignun á gæðum parasambandsins í kjölfarið. Markmiðið er að skoða hvað getur haft áhrif þar á og hvað stuðli að velferð ástarsambandsins eftir þessar umbreytingar auk tilheyrandi úrræða. Niðurstöður sýna að barneignir eru sú breyting sem hefur hvað mest áhrif á parasambandið. Heilbrigð tengslamyndun, góð andleg og líkamleg heilsa ásamt jákvæðum samskiptaeiginleikum stuðla að hamingju para samfara foreldrahlutverkinu. Úrræði í formi ráðgjafar, meðferða og námskeiða hafa sýnt forvarnarlegt gildi og pör sem sækja slík úrræði virðast ná að viðhalda hamingju sinni betur en önnur eftir fyrstu barneignir.

Samþykkt
10.4.2013


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
KristinIngaJonsdottir.BAritgerd.pdf389KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna