is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1437

Titill: 
  • Upplýsingatækni og lestrarerfiðleikar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á möguleika upplýsingatækninnar við kennslu nemenda sem glíma við lestrarerfiðleika á miðstigi grunnskóla. Lestrarerfiðleikum var lýst og stuðst var við nýlegar rannsóknir í þeim efnum. Einnig var nýleg bresk rannsókn skoðuð, en hún fjallaði um áhrif aukinnar notkunar upplýsingatækni innan skólans. Rannsóknin náði yfir fjögur ár og tóku u.þ.b. 28 skólar þátt í henni. Það markverðasta við rannsóknina var að líðan og vinnuandi batnaði, sjálfstraust og samvinna nemenda og kennara jókst og einkunnir nemenda hækkuðu framar vonum. Bent var á fjölmörg forrit og leiðir til að nýta þau við kennslu barna með lestrarerfiðleika á miðstigi grunnskólans. Draga má þær ályktanir að hægt sé að nýta upplýsingatækni í meira mæli til hagsbóta fyrir nemendur með lestrarerfiðleika á miðstigi svo framarlega sem tæknibúnaður, þekking og góð yfirsýn á getu nemenda sé fyrir hendi. Ef þessar forsendur eru til staðar má einnig leiða líkum að því að með upplýsingatækni megi ná til mun fleiri nemenda innan skólastofunnar til að tryggja þeim betur nám við hæfi.

Samþykkt: 
  • 28.11.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1437


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GH_Lokaverkefni_hvernig_nyta_ma_upplysingataekni.pdf586.65 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
GH_forsida_a_lokaritgerd.pdf83.84 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna