is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14388

Titill: 
  • Takmarkanir á samningsfrelsi. Áhrif samkeppnisákvæða í ráðningarsamningum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginreglan um samningsfrelsið er ein af grundvallarreglum samningaréttarins og lifum við í samfélagi þar sem mönnum er frjálst að ráðstafa hagmunum sínum með löggerningi. Við gerð samninga er því mikilvægt að mönnum gefist tækifæri á því að njóta þeirra hæfileika sem þeir búa yfir hverju sinni. Eins er það ekki heppilegt að binda hendur aðila þannig að þeim séu settar of þröngar skorður í framtíðinni. Ýmsar takmarkanir eru á þessu frelsi þar sem samningsfrelsinu hafa verið settar ýmsar skorður. Skorður sem þessar er almennt að finna í lagaákvæðum, enda full þörf á því þar sem takmörkun á samningsfrelsinu er undantekning frá meginreglunni og því mikilvægt að takmarkanir séu skýrar.
    Í þessari ritgerð verður fjallað um þá takmörkun á samningsfrelsi einstaklinga, sem kemur upp vegna samkeppnisákvæða í ráðningasamningum, sem einstaklingur getur hafa gengist undir við fyrri atvinnurekanda sinn. Slíkir samningar eru heimilaðir og eru bindandi fyrir samningsaðila. Þeir kunna þó að vera ógildanlegir með með vísan til III. kafla laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga.
    Umfjöllunin verður með þeim hætti að fyrst verður fjallað um þau helstu réttarsvið sem snerta viðfangsefnið. Síðan verður gerð grein fyrir grundvallarreglum samningsréttarins þar sem samspil meginreglnanna um samningsfrelsið og skuldbindingargildi samninga mun verða skoðað. Þá mun hugtakið ráðningarsamningur verða útskýrt. Að lokum verður gerð grein fyrir þeim sjónarmiðum og réttarreglum sem gilda vegna samkeppnisákvæða í ráðningarsamningum.

Samþykkt: 
  • 12.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14388


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valgeir Þór_ritgerd2.pdf328.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna