is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14394

Titill: 
  • Að pota í rifbeinin á áhorfendum: Markaðssetning alþjóðlegra sviðslistahátíða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er markaðssetning nokkurra alþjóðlegra sviðslistahátíða skoðuð og borin saman við fræðilega umfjöllun um uppbyggingu og ávinning vörumerkjavirðis og sérstöðu markaðssetningar lista. Sérstök áhersla er lögð á að skoða eiginleika þess sem nefnt hefur verið vandasamt vörumerki og leitast við að kanna hvort og þá hvernig það hefur áhrif á markaðsstarf hátíðanna. Rannsakandi beitir eigindlegri aðferðafræði og voru hálfopin viðtöl tekin við aðstandendur tíu alþjóðlegra sviðslistahátíða víðsvegar um Evrópu. Þeir viðmælendur sem rætt var við koma ýmist að stjórnun hátíðanna og/eða markaðssetningu allt eftir því hvernig innra skipulagi þeirra er háttað. Þessi viðtöl, ásamt fræðilegu efni, eru grundvöllur greiningar rannsakanda á markaðssetningu alþjóðlegra sviðslistahátíða. Sú greining leiddi í ljós að markaðsstarf hátíðanna er mjög í samræmi við það sem fram kemur um sérstöðu markaðssetningar lista í fræðilegum kafla ritgerðarinnar og að þær falla í flokk vandasamra vörumerkja. Jafnframt kom í ljós að markaðsstarf hátíðanna er í flestum tilfellum unnið út frá vörumerkjanálgun að einhverju eða öllu leyti og að forsvarsmenn flestra hátíðanna telja þær hafa yfir að búa ákveðnu vörumerkjavirði sem vinni gegn þeim vandkvæðum sem tengjast aðþrengdu framboði og óvissu um útkomu sem eru eiginleikar vandasamra vörumerkja.

Samþykkt: 
  • 12.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14394


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lína Petra_ritgerð.pdf760.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna