is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14398

Titill: 
  • Ofbeldi sem sjónarmið í umgengnisdeilum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það er mikilvægt fyrir barn að umgangast og þekkja báða foreldra sína og jafnframt hefur þróun á sviði barnaréttar undanfarna áratugi verið sú að leggja áherslu á sameiginlega ábyrgð beggja foreldra á uppeldi barns. Rétturinn til umgengni byggist á því að barn fái að umgangast og viðhalda tengslum við það foreldri sem það býr ekki hjá. Þó svo að umgengnisréttur sé grundvallarréttur bæði barns og foreldris þá getur verið að ekki sé æskilegt í öllum tilvikum að umgengni fari fram. Ákveðnar aðstæður geta verið uppi sem leiða til þess að umgengni barns við foreldri er beinlínis skaðleg fyrir barnið og eru hagsmunir barns þá best tryggðir með því að takmarka eða synja um umgengni. Þetta getur t.d. átt við ef barn hefur orðið fyrir eða hætta er á að það verði fyrir ofbeldi af hálfu umgengnisforeldri, en áhrif ofbeldis eru almennt talin neikvæð á þroska, líðan og heilsu barna. Aukin áhersla hefur verið lögð á það á undanförnum árum að vernda barn gegn ofbeldi, m.a. bera breytingar á íslenskum barnalögum það með sér. Með lögum nr. 61/2012 um breytingu á barnalögum nr. 76/2003, með síðari breytingum, var ákveðið að lögfesta ákvæði sem sérstaklega eiga að tryggja börnum aukna vernd gegn ofbeldi þegar tekin er ákvörðun um umgengnisrétt. Í þessari ritgerð var leitast við að skoða hvenær er rétt að takmarka eða synja um þennan grundvallarrétt sem umgengnisréttur barns og foreldris er og þá sérstaklega þegar barn hefur sætt ofbeldi af hálfu umgengnisforeldri. Skoðaðar voru þær breytingar sem gerðar voru með lögum nr. 61/2012 um ofbeldi sem sjónarmið í umgengnisdeilum og hvaða áhrif er líklegt að þær munu hafa á framkvæmd þegar tekin er ákvörðun um umgengnisrétt.

Samþykkt: 
  • 12.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14398


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ofbeldi sem sjónarmið í umgengnisdeilum.pdf343.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna