ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1440

Titill

Hver vill lesa fyrir mig? : Lestur og gildi bóka fyrir börn

Útdráttur

Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed prófs á leikskólabraut við Kennaradeild
Háskólans á Akureyri. Í henni er fjallað um gildi bóka og lesturs fyrir börn og þá hvaða áhrif
foreldrar geta haft á þroska barna með því að lesa fyrir þau frá unga aldri. Í fyrsta kafla er
skyggnst inn í fortíðina og saga barnabóka á Íslandi skoðuð. Í öðrum kafla er sagt frá því
hvaða áhrif lestur hefur á málþroska, málskilning og orðaforða barna. Einnig er fjallað um
samkennd barna með sögupersónum og hvernig foreldrar geti alið upp bókaorma. Þessir tveir
síðast nefndu þættir segja mikið til um hvort börn fái áhuga á bókum og lestri þegar þau
eldast. Í þriðja kafla er hlutverk foreldra skoðað, hvort bækur skipti börn máli og hvort
viðhorf foreldra til bóka og lesturs skili sér til barnanna. Komið er inn á ábyrgð, uppeldi og
lestrarvenjur foreldra og fjallað um hvernig þessir þættir fléttast inn í þroska barnsins. Í fjórða
kafla er fjallað um hvaða skyldur leikskólinn hefur gagnvart lestri og bókum og hvernig hann
geti stuðlað að bókmenntaáhuga barna. Því næst er greint frá könnun sem var gerð á meðal
foreldra barna í tveimur leikskólum á Eyjafjarðarsvæðinu. Í þeirri könnun var markmiðið að
skoða viðhorf foreldra til lesturs og hvort þeir lesi fyrir börnin sín og þá hvað. Einnig að
athuga hvort viðhorf foreldra endurspeglist í áhuga þeirra í að lesa fyrir börnin sín. Í samantektinni
er greint frá hvernig niðurstöður könnunarinnar tengjast þeim hugmyndum sem
fræðikaflarnir fjalla um.

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Efnisyfirlit.pdf80,5KBOpinn Hver vill lesa - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Heimildaskrá.pdf100KBOpinn Hver vill lesa - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Lokaverkefni.pdf660KBOpinn Hver vill lesa - heild PDF Skoða/Opna
Útdráttur.pdf48,8KBOpinn Hver vill lesa - útdráttur PDF Skoða/Opna