is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14403

Titill: 
  • Nafnleynd vitna í sakamálum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Upplýsingaöflun um málsatvik er nauðsynleg við rannsókn og meðferð sakamála þar sem nægar upplýsingar eru forsenda þess að réttlát niðurstaða fáist, en réttlát niðurstaða sakamála hlýtur að vera mikilvægt markmið í réttarríki. Framburður vitna af atburðum getur þar haft mikið vægi. Þegar um alvarleg brot er að ræða, skipulagða brotastarfsemi eða ef vitni óttast hinn ákærða getur verið vandkvæðum bundið að ná fram réttum vitnisburði.
    Reglan um réttláta málsmeðferð er meginregla í íslenskum rétti. Í ritgerð þessari verður gerð grein fyrir þeim þætti þessarar meginreglu sem snýr að rétti sakaðs manns til að vera viðstaddur aðalmeðferð sakamáls gegn sér og til að láta spyrja vitni. Aðaláherslan verður síðan lögð á undantekningarheimild laga um nafnleynd vitna og dóma Hæstaréttar þar sem reynt hefur á þá heimild. Einnig verður farið yfir valda dóma Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem reynt hefur á sömu heimild og þeir bornir saman við dóma Hæstaréttar.

Samþykkt: 
  • 12.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14403


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nafnleynd vitna í sakamálum.pdf353.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna