is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14416

Titill: 
  • Mismunandi réttarstaða lögheimilisforeldra og umgengnisforeldra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hagsmunir barna er viðfangsefni sem flestir láta sig eitthvað varða. Barnalöggjöfin á Íslandi hefur þróast mikið síðustu áratugi og hagsmunir foreldra látnir víkja fyrir hag og þörfum barnsins. Leitast er við að hafa hagsmuni barnsins og hvað sé barninu fyrir bestu ætíð að leiðarljósi en engin algild skilgreining hefur þó verið sett fram.
    Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er mikilvægur í þessu samhengi en hann felur í sér alþjóðlega viðurkenningu að barnið hafi sjálfstæð réttindi, óháð vilja foreldra og annarra forráðamanna. Áður fyrr var litið á börn sem eign föður sem fylgdi honum ef kom til skilnaðar.
    Þróunin hefur einnig verið í þá átt að rétta stöðu foreldra gagnvart börnum eftir skilnað eða sambúðarslit. Í dag er staða foreldra ekki jöfn en leitast er fyrst og fremst við að finna lausnir ágreiningsmála svo ekki sé andstætt hagsmunum barnsins. Verður hér m.a. fjallað um þessa mismunandi stöðu lögheimilisforeldra og umgengnisforeldra þegar forsjáin er sameiginleg, hvernig hún birtist og hvort þörf sé á lagabreytingum.
    Í ritgerðinni verður fyrst fjallað almennt um forsjá og sameiginlega forsjá. Jafnframt verður fjallað um þá heimild dómara til þess að dæma sameiginlega forsjá sem lögfest var með lögum nr. 61/2012 um breytingar á barnalögum nr. 76/2003 þann 1. janúar 2013. Skiptar skoðanir voru á lögfestingu þeirrar heimildar og verður fjallað um þau rök sem voru uppi með og á móti henni. Að auki verður litið til annarra norðurlanda hvernig framkvæmdin er þar.
    Þá verður fjallað almennt um umgengni og hvað felst í henni. Verður svo fjallað um mismunandi réttarstöðu foreldra eftir lögheimili. Verður þar fjallað um hvernig lögheimili hefur áhrif á ákvarðanatöku um flutning lögheimilis, meðlagsgreiður, og aðra opinbera þjónustu. Skoðað verður hvort ástæða er til þess að breyta lögum um meðlagsgreiðslur sem og opinbera þjónustu í vissum tilfellum.
    Að lokum verður fjallað um búsetuform. Fjallað verður fyrst um tvö lögheimili og því næst um jafna búsetu eins og hún er í Noregi. Verður þá farið yfir rök með og á móti lögfestingu heimildarinnar á Íslandi og fjallað um hvort forsenda sé fyrir því að taka hana upp.

Samþykkt: 
  • 15.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14416


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAlok,ThorhildurSaem..pdf271.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
ThorhildurSaemunds,forsida.pdf106.22 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna