ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1442

Titill

Hreyfing barna í skólanum : rannsókn á tengslum milli ástands skólalóðar og hreyfingar barna í frímínútum

Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort tengsl séu á milli ástands skólalóða og hreyfingar barna í frímínútum. Jafnframt að kanna hvort börn sem eru líkamlega virkari í frímínútum séu einnig virkari eftir skóla og um helgar, hvort tengsl séu á milli líkamsþyngdarstuðuls og hreyfingar, hvort samband sé milli hreyfingar í frímínútum og þess að finnast skemmtilegt í frímínútum og hvort munur sé á hreyfingu milli kynja. Þátttakendur voru 98 börn, 47 stelpur og 51 strákur, í fjórða bekk í tveimur grunnskólum í Reykjavík. Lagður var fyrir spurningalisti um líðan barnanna í skólanum, hreyfingu og íþróttaiðkun í og utan skóla og sjálfstætt mat barnanna á skólalóðinni. Notast var við hreyfimæla sem börnin voru með um mittið í viku en þeir mældu ákefð hreyfingar barnanna. Hæð og þyngd var mæld til að finna út líkamsþyngdarstuðul. Vettvangskönnun var gerð til að sjá hvað börnin voru að gera og hvar á lóðinni þau léku sér í lengstu frímínútum dagsins. Helstu niðurstöður voru að ekki fannst marktækur munur á hreyfingu barna á milli skólanna. Þó svo að ekki hafi verið um tölfræðilega marktækan mun á hreyfingu að ræða er hugsanlegt að börnin séu engu að síður virkari í skólanum með betur útbúinni lóð vegna þess að meðaltalstölur hreyfimælanna voru hærri hjá þeim. Niðurstaðan úr vettvangskönnuninni var sú að börnin á verr útbúinni lóð virtust vera minna í leikjum en börnin á betur útbúinni lóð. Þar sem munur var á leiknum bendir það til þess að tengsl séu á milli hreyfingar í frímínútum og ástands skólalóða. Þau börn sem hreyfðu sig meira í frímínútum hreyfðu sig einnig meira eftir skóla og um helgar sem segir að þau börn sem eru virkari í daglegum störfum eru einnig virkari á skólatíma. Ekki var fylgni á milli hreyfingar og þess að finnast skemmtilegt í frímínútum og því virðist að þeir sem eru virkir og óvirkir finnist jafn skemmtilegt í frímínútum. Strákar hreyfðu sig marktækt meira en stelpur í frímínútum, eftir skóla og um helgar.

Samþykkt
13.12.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Vidaukar.pdf211KBOpinn Viðaukar PDF Skoða/Opna
meginm.pdf497KBOpinn Meginmál PDF Skoða/Opna
titilsida.pdf28,7KBOpinn Titilsíða PDF Skoða/Opna