is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14425

Titill: 
  • Svona eða hinsegin : áhrif fræðslu á viðhorf kennara til sam- og tvíkynhneigðra
Útgáfa: 
  • 2006
Útdráttur: 
  • Sam- og tvíkynhneigðir unglingar verða fyrir aðkasti og fordómum. Þetta getur haft alvarlegar
    afleiðingar í för með sér, svo sem þunglyndi, lágt sjálfsmat og aukna hættu á sjálfsvígum. Í ljósi
    fyrri rannsókna og hugmynda um áhrif fræðslu á fordóma var kannað hvort skipulögð fræðsla gerði
    viðhorf grunnskólakennara til sam- og tvíkynhneigðar jákvæðari. Alls 137 grunnskólakennarar í
    þremur skólum tóku þátt í rannsókninni. Í upphafi rannsóknar voru viðhorf þátttakenda til sam-
    og tvíkynhneigðar metin og þekking þeirra á málefnum þessara þjóðfélagshópa mæld. Rúmum
    mánuði síðar fengu þátttakendur í tilraunahópi skipulagða fræðslu um sam- og tvíkynhneigð. Eftir það svöruðu allir þátttakendur spurningalistunum aftur. Niðurstöður sýndu að þekking á málefnum sam- og tvíkynhneigðra jókst og viðhorf til þessara þjóðfélagshópa urðu jákvæðari hjá þeim sem fengu skipulagða fræðslu um málefni sam- og tvíkynhneigðra. Engar breytingar komu fram í samanburðarhópnum sem fékk ekki fræðslu. Hægt er að hafa jákvæð áhrif á viðhorf og bæta þekkingu kennara á sam- og tvíkynhneigðum með stuttri fræðslu og bæta þannig umhverfi þessara ungmenna í skólum landsins.

Birtist í: 
  • Tímarit um menntarannsóknir 2006; 3: s. 26-40
ISSN: 
  • 1670-5548
Samþykkt: 
  • 15.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14425


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
3_kristin_sif1.pdf315.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna