is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14444

Titill: 
  • Blóðþrýstingur 9-10 ára barna á Íslandi. Algengi háþrýstings og tengsl blóðþrýstings við líkamsþyngdarstuðul og fæðingarþyngd
  • Titill er á ensku Blood pressure in 9-10-year-old school children in Iceland. Prevalence of hypertension, association with body mass index and birth weight
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Að kanna algengi háþrýstings og tengsl blóðþrýstings við líkamsþyngdarstuðul (LÞS) og fæðingarþyngd hjá 9-10 ára börnum á höfuðborgarsvæðinu.
    Efni og aðferðir: Börnum í öllum 70 grunnskólum höfuðbrgarsvæðisins var boðin þátttaka. Blóðþrýstingsmælingar fóru fram í skólunum og var hvert barn mælt fjórum sinnum, tvisvar með sjálfvirkum og tvisvar með handvirkum mæli. Þau börn sem reyndust vera með hækkaðan blóðþrýsting voru endurmæld á skólatíma. Þriðja blóðþrýstingsskimunin var svo gerð á Barnaspítala Hringsins i viðurvist foreldra ef þrýstingur reyndist vera hár í fyrri skimunum. Háþrýstingur var skilgreindur sem meðaltalsblóðþrýstingur ≥95. hundraðsröð við allar þrjár skimanirnar. Börn sem töldust vera með háþrýsting eftir þrjár skimanir gengust undir sólarhringsblóðþrýstingsmælingu. Börn með háan blóðþrýsting við sólarhringsmælingu voru greind með viðvarandi háþrýsting en þau sem höfðu eðlilega sólarhringsmælingu voru talin hafa læknastofuháþrýsting. Skólahjúkrunarfræðingar mældu hæð og þyngd og LÞS var reiknaður. Fæðingarbreytur voru fengnar úr Fæðingarskrá Íslands. Fæðingarþyngd miðað við meðgöngulengd var reiknuð samkvæmt bandarískum og sænskum stöðlum. Foreldrar svöruðu spurningalista varðandi áður greindan háþrýsting og lyfjanotkun barns.
    Niðurstöður: Skólastjórar 39 grunnskóla og foreldrar 1071 barns samþykktu þátttöku í rannsókninni. Fullar upplýsingar um blóðþrýsting, hæð og þyngd fengust fyrir 970 börn, þar af voru 489 stúlkur (50,4%). Meðalþrýstingur stúlkna var 111/63 mm Hg en drengja 112/64 mm Hg (p<0,01) við fyrstu skimun. Algengi hækkaðs blóðþrýstings var 13,1%, 6,1% og 3,1% eftir fyrstu, aðra og þriðju skimun. Viðvarandi háþrýstingur var greindur hjá 2,5% barnanna og 0,6% reyndust hafa læknastofuháþrýsting. Marktæk fylgni var milli blóðþrýstings og LÞS (r=0,34, p<0,001) og voru 8,6% offeitra barna með háþrýsting. LÞS skýrði 7-11% af breytileika í slagbilsþrýstingi. Upplýsingar um fæðingarþyngd fengust fyrir 857 börn, þar af voru 445 stúlkur (51,9%). Meðalfæðingarþyngd var 3714±620 g. Ekki reyndist fylgni milli blóðþrýstings og fæðingarþyngdar. Marktæk öfug fylgni var á milli hundraðsraðar slagbilsþrýstings og fæðingarþyngdar (r=-0.09, p=0.006) og hundraðsraðar hlébilsþrýstings og fæðingarþyngdar (r=-0.09, p=0.012). Engin fylgni reyndist vera milli blóðþrýstings og meðgöngulengdar og ekki fannst munur á blóðþrýstingi barna sem fædd voru létt miðað við meðgöngulengd og annarra barna.
    Ályktanir: Algengi háþrýstings meðal 9-10 ára íslenskra barna er lægra en í nýlegum bandarískum og evrópskum rannsóknum. Sterk tengsl eru milli blóðþrýstings/háþrýstings og LÞS. Ólíkt mörgum rannsóknum, fundust ekki tengsl milli blóðþrýstings og fæðingarþyngdar en það reyndust vera marktæk öfug tengsl milli hundraðsraðar blóðþrýstings og fæðingarþyngdar. Skortur á stöðluðum blóðþrýstingsgildum gæti að hluta til útskýrt ósamræmi í fyrri rannsóknum og við leggjum til að hundraðsröð blóðþrýstings verði betur rannsökuð í tengslum við fæðingarþyngd.

Styrktaraðili: 
  • Rannsóknin var í þrígang styrkt af Vísindasjóði Landspítala, í maí 2009, í maí 2010 og í desember 2011.
Samþykkt: 
  • 17.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14444


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SandraDisSteinthorsd.MS_ritgerd.Blodthrystingur.april2013.pdf5.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna