ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1446

Titill

Nokkrir áhrifaþættir er varða líðan grunnskólanemenda

Útdráttur

Þær forsendur sem þurfa að vera til staðar til að grunnskólanemendur geti náð góðum árangri
í námi sínu eru margar en ein mikilvægasta er án efa að þeim líði vel. Kennarar, foreldrar og
aðrir sem koma að uppeldi barna á einn eða annan hátt ættu því ávallt að stefna að því að
skapa þannig aðstæður að börnum líði vel og aðstoða þau við að leysa vandamál sem valda
þeim ama skjóti þau upp kollinum.
Í þessari ritgerð er spjótunum beint að nokkrum félagslegum-, námslegum- og
heilsufarslegum þáttum er varða líðan nemenda og til hvaða aðgerða hægt er að grípa til að
koma í veg fyrir hugsanlega vanlíðan sem fylgir í kjölfarið eða auka vellíðan þeirra þegar í
óefni er komið. Þó listinn sé engan veginn tæmandi þá er það ósk mín að ritgerðin geti opnað
augu einhverra og komið þeim að gagni. Í lok hvers meginmálskafla er að finna stutta
samantekt þar sem aðalatriði hans eru dregin saman og þær ályktanir sem ég dreg af honum.
Við gerð ritgerðarinnar studdist ég við fræðilegar bækur og greinar en einnig skoðaði ég
nýlegar kannanir í þeim tilgangi að ritgerðin varpi sem allra bestu ljósi á nútímaaðstæður.
Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að viðhorf til barna hefur batnað mikið
síðustu ár og áratugi og vellíðan meðal barna er ekki sjálfgefinn hlutur en fjölmargir þættir
geta haft áhrif á líðan grunnskólanemenda. Hlutverk kennarans eru mun fleiri en einungis að
kenna en hann þarf meðal annars að skapa hentugar aðstæður til námsöflunar fyrir nemendur
en þar gegnir vellíðan þeirra stóru hlutverki. Þar með sannreynist það sem rannsóknir hafa
þegar sýnt, að betri líðan nemenda hefur betri námsárangur í för með sér. Viðbrögð kennara
við vanlíðan nemenda geta haft úrslitaáhrif upp á framhaldið að gera og af þeim ástæðum er
mikilvægt að kennarar séu vel að sér í þáttum er geta valdið vanlíðan hjá nemendum.

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Nokkrir áhrifaþætt... .pdf331KBOpinn Líðan grunnskólanemenda_heild PDF Skoða/Opna