is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14491

Titill: 
  • Samruni Reiknistofu bankanna og Teris. Upplifun starfsmanna og væntingar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um samruna Reiknistofu bankanna við Teris. Markmiðið með rannsókninni var að kanna hvort væntingar starfsmanna gætu haft áhrif á sálfræðilegan samning þeirra við nýsameinaða Reiknistofu bankanna. Tilgangurinn var að sýna fram á mikilvægi þess að stjórnendur skoði væntingar starfsmanna í samruna með það að leiðarljósi að halda í mikilvæga starfsmenn.
    Rannsóknin var eigindleg og framkvæmd voru hálfopin viðtöl við átta starfsmenn. Jafn fjöldi viðmælenda kom frá Teris og Reiknistofu bankanna upprunalega. Ritgerðin skiptist í fræðilegan hluta, umfjöllun um fyrirtækin og rannsóknarhluta.
    Niðurstöður rannsóknarinnar skiptast í fyrirtækjamenningu, upplifun af samrunanum, væntingar starfsmanna til nýsameinaðs fyrirtækis og áhrif þeirra á sálfræðilegan samning starfsmanna við fyrirtækið.
    Fyrirtækjamenning nýsameinaðrar Reiknistofu bankanna mun að öllum líkindum byggja á þáttum úr menningum beggja fyrirtækja. Fyrirtækjamenning fyrrum Teris á stóran þátt í yfirburðum þess í samrunanum. Starfsmenn fyrrum RB virðast hafa upplifað meiri óvissu og kvíða en starfsmenn fyrrum Teris. Sú niðurstaða er á skjön við kenningar fræðimanna sem telja starfsfólk minna fyrirtækis í samruna fremur upplifa óvissu og kvíða. Starfsmenn fyrrum Teris sjá stöðugleika og starfsöryggi fylgja samrunanum á meðan starfsmenn fyrrum RB finnst þeir upplifa miklar breytingar.
    Væntingar viðmælenda byggja að mestu leiti á því hvernig hlutir voru fyrir samruna og viðmælendur telja að flestir þættir muni haldast eins og þeir voru í því fyrirtæki sem þeir komu frá. Sá þáttur sem viðmælendur bera mestar væntingar til er möguleiki þeirra til starfsþróunar hjá nýsameinuðu fyrirtæki. Starfsþróun er sá þáttur sem rannsakandi telur að muni breytast mest í nýjum sálfræðilegum samningi starfsmanna við fyrirtækið, aðrar væntingar hafa minni áhrif ef einhver.
    Rannsakandi leggur að lokum fram tillögur til stjórnenda Reiknistofu bankanna sem mögulega geta ýtt undir velgengni samrunans. Tillögurnar tengjast niðurstöðum rannsóknarinnar og því fræðilega efni sem til er um aðgerðir gegn þeim vandamálum sem fram komu.

Athugasemdir: 
  • Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokun í tvö ár.
Samþykkt: 
  • 24.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14491


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samruni Reiknistofu bankanna og Teris.pdf935.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna