is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14495

Titill: 
  • Sjóðstreymi
  • Titill er á ensku Statement of Cash Flows
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Yfirlit um sjóðstreymi er fjárstreymisyfirlit og er eitt af þremur töluyfirlitum ársreiknings. Sjóðstreymi sýnir innstreymi og útstreymi handbærs fjár og ígildi þess og sýnir breytingar handbærs fjár á milli tímabila.
    Sjóðstreymi skiptist í þrjá hluta, þ.e. rekstrarhreyfingar, fjárfestingarhreyfingar og fjármögnunarhreyfingar. Segja má að þessi skipting auðveldi lestur sjóðstreymis.
    Megintilgangur sjóðstreymis er að veita viðeigandi upplýsingar um móttöku og greiðslu fjár fyrirtækis, yfir ákveðið tímabil. Upplýsingarnar sem sjóðstreymið hefur að geyma getur komið lesendum reikningsskila að góðum notum þegar meta á hæfi fyrirtækis til öflunar og ráðstöfunar handbærs fjár.
    Sjóðstreymið hefur að geyma mikilvægar upplýsingar sem hjálpa fjárfestum, lánadrottnum og öðrum notendum reikningsskila að meta fjárhagsstöðu fyrirtækis.
    Samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum IFRS, er leyfilegt að notast við beina eða óbeina aðferð við framsetningu rekstrarhreyfinga. Regla reikningsskilaráðs númer þrjú býður einnig uppá að notast við blandaða aðferð við framsetningu rekstrarhreyfinga. IFRS hvetur fyrirtæki til þess að notast við beina aðferð þó algengast sé hér á landi að óbeina aðferðin sé notuð.
    Við nálgun á þeim mikilvægu upplýsingum sem sjóðstreymið hefur að geyma getur þurft að beita nokkurri fyrirhöfn. Notast verður við kennitölugreining, en sú leið getur verið góð til að greina sjóðstreymi fyrirtækis. Ársreikningar fyrirtækjanna Nýherja og Landsvirkjunar verða skoðaðir. Þá verða reiknaðar úr ársreikningunum kennitölur með áherslu á kennitölur úr sjóðstreymi. Niðurstöður kennitöluútreiknings verða einnig túlkaðar.

Samþykkt: 
  • 26.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14495


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ágústa_Katrín_Auðundóttir_BS.pdf645.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna