is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14499

Titill: 
  • Útflutningsleiðir íslenskra fatahönnunarfyrirtækja. Greining á inngönguleiðum á erlenda markaði
  • Titill er á ensku Entry mode choices for Icelandic fashion companies
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Upplýsingar um hvaða inngönguleiðir íslensk fatahönnuðafyrirtæki velja þegar kemur að útflutningi eru takmarkaðar. Til þess að fá skýrari mynd á þessa valmöguleika var framkvæmd raundæmarannsókn. Markmið raundæmarannsóknarinnar var að greina hvaða leiðir íslensk fatahönnunarfyrirtæki velja þegar kemur að útflutningi. Raundæmarannsóknin var byggð á fyrirliggjandi gögnum og viðtölum við fjögur íslensk fatahönnunarfyrirtæki. Í vali á viðmælendum var leitast eftir fjölbreytni bæði í umfangi og reynslu á markaði. Greining á fyrirtækjunum fór fram eftir raundæmarannsókn sem Lu o.fl. framkvæmdu árið 2011. Í henni er greiningunni skipt niður í níu þætti og í lok hvers þáttar eru settar fram staðhæfingar þar sem tekið er tillit til hversu mikla eða litla stjórn fyrirtækin ættu að hafa.
    Í lokin var tekið saman hvaða möguleikar eru fyrir hendi fyrir hvert fyrirtæki og hvaða inngönguleið rannsakandi telur vera árángursríkust fyrir fyrirtækin miðað við þær auðlindir sem það býr yfir.
    Niðurstöður leiddu í ljós að fjármagn er stærsta hindrunin þegar kemur að vali fatahönnunarfyrirtækja á útflutningsleiðum. Háir tollar og gjöld gera fyrirtækjunum einnig erfitt fyrir þegar verið er að stunda útflutning. Styrkir eru frekar litlir og of fáir til að veita fyrirtækjunum aðstoð að einhverju marki. Við greiningu á viðtölum kom í ljós að öll fyrirtækin eru mjög varkár í ákvarðanatöku og eru óhrædd við að neita vænlegum tilboðum. Fyrirtækjum í útrás skortir einnig fyrirmynd því ekkert íslenskt fatahönnunarfyrirtæki hefur náð varanlegum árangri á erlendri grundu.
    Öll fyrirtækin í hafa tekið þátt í Reykjavik Fashion Festival (RFF) á þeim fjórum árum sem hátíðin hefur verið starfrækt. Fyrirtækin telja RFF vera stökkpall fyrir íslensk fatahönnunarfyrirtæki og hátíðina nauðsynlega til að styðja við íslenska fatahönnunariðnaðinn, enda eini árlegi tískuviðburður Reykjavíkur.

Samþykkt: 
  • 26.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14499


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Unnur Aldís Kristinsdóttir-BS.pdf608.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna