is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14517

Titill: 
  • „Þetta er ekki bara einhver vinna fyrir mér.“ Samspil einkalífs og atvinnu hjá mæðrum í stjórnendastöðum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að komast að því hvernig íslenskum mæðrum í stjórnendastöðum gengur að samþætta vinnu og einkalíf. Þá er markmiðið einnig að finna út hvaða þættir eru mikilvægastir þegar kemur að slíku samspili og hvernig þeir hjálpa til við að láta hlutina ganga upp. Í því samhengi er fjallað um mikilvægi fjölskyldunnar og vinnunnar. Þá er fjallað um hlutfall atvinnuþátttöku hér á landi. Einnig er greint frá hlutfalli kvenna í stjórnunarstöðum og fjallað um hvað getur valdið því að fáar konur sitja í stjórnum eða sinna æðstu stöðu innan fyrirtækja. Þá er fjallað um fyrri rannsóknir sem varpa ljósi á þá togstreitu sem getur skapast á milli atvinnuþátttöku foreldra og fjölskyldu þeirra. Einnig er fjallað um hvað sé hægt að gera til að sporna við því að togstreita myndist á milli atvinnu og einkalífs hjá einstaklingum en þar spilar fjölskylduvæn vinnumenning mikilvægan þátt.
    Í þessari rannsókn var notast við eigindlega rannsóknaraðferð (e. Qualitative research) til að upplifa tilfinningar kvennanna, hitta þær og sjá í sínu daglega starfi og í eðlilegu umhverfi. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að samspil einkalífs og atvinnu hjá íslenskum mæðrum virðist ganga vel upp. Það er ekkert sem gefur til kynna að barneignir séu fyrirstaða né heldur hjónaband. Þvert á móti virðist þátttaka maka spila stórt og mikilvægt hlutverk í þessu samspili. Mikilvægustu atriðin til að auðvelda samspil einkalífs og atvinnu eru stuðningur, sveigjanleiki á vinnustað og viðhorf til álags. Einnig hefur starf maka töluverð áhrif. Það sem skiptir þó miklu máli þegar kemur að samþættingu einkalífs og atvinnu er viðhorf kvennanna, vilji og metnaður til að láta hlutina ganga upp. Það virðist skipta mestu máli að vinnan sé ekki einungis til að afla tekna, heldur að hún sé gefandi, nærandi og umfram allt skemmtileg.

Samþykkt: 
  • 29.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14517


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSritgerð.pdf978.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna