is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14529

Titill: 
  • Bóklausir og bókaormar : tengsl menntunar og efnahags foreldra við yndislestur unglinga í alþjóðlegu ljósi
Útgáfa: 
  • 2012
Útdráttur: 
  • Rannsóknir sýna að bóklestur íslenskra unglinga hefur minnkað mikið á undan-förnum áratugum. Niðurstöður þessarar rannsóknar styðja fyrri vísbendingar um að þessu samdráttarskeiði sé lokið að sinni. Fleiri íslenskir unglingar lásu einhvern tíma bækur aðrar en skólabækur árið 2011 en 2007, þótt hlutfall þeirra sem lesa slíkar bækur daglega hafi haldist nær óbreytt. Þessir tveir hópar, bóklaus börn og bókaormar, reynast afar ólíkir þegar þeim er skipt eftir kyni. Bóklausum stelpum í 10. bekk grunnskóla fækkaði marktækt 2007–2011 en hvorki varð marktæk breyting á hlutfalli bóklausra stráka né á hlutfalli bókaorma meðal stráka eða stelpna. Niður-stöðurnar sýna að líkt og í öðrum Evrópulöndum tengist háskólamenntun foreldra á Íslandi marktækt lægra hlutfalli bóklausra nemenda og marktækt hærra hlutfalli bókaorma meðal stelpna. Þótt betri efnahagur heimila tengist auknum lestraráhuga unglinga víðast í Evrópu er lestraráhugi barna minni á betur efnuðum heimilum hér á landi. Menningarlegt auðmagn virðist því laustengdara stéttarstöðu foreldra hér á landi en annars staðar í Evrópu.

  • Útdráttur er á ensku

    Research has shown a substantial decline in bookreading among Icelandic adolescents in past decades. The results of this study support previous findings that this period of decline is over for now. The number of 10th grade girls that never read books other than schoolbooks declined significantly 2007–2011 but there was not a significant change in the proportion of boys who never read, nor in the proportion of “bookworms” among boys or girls. As in other European countries, parental university education is significantly associated with a lower proportion of bookless students and a significantly higher proportion of female bookworms. Better economic situation of the home is associated with increased interest in reading books among adolescents in most European countries but decreased interest in Iceland. This suggests that cultural capital is less connected to parental class position in Iceland than in other European countries.

Birtist í: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2012
Samþykkt: 
  • 29.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14529


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
004.pdf408.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna