is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14559

Titill: 
  • Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 262. gr. almennra hegningarlaga
  • Titill er á ensku Sentencing according to art. 262. in the general penal code
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Efnisskipan ritgerðarinnar er þannig að fyrst er fjallað um markmið og gildi ákvæðis 262. gr. hgl. Síðan verður almennt gerð grein fyrir brotum gegn fjárréttindum líkt og 262. gr. hgl. Því næst er umfjöllun um málsmeðferð skattalagabrota, fjallað verður um hlutverk sérstaks saksóknara og meðferð mála hjá embættinu. Í 2. kafla er síðan að finna yfirlit yfir ákvæði 262. gr. hgl. þar verður kannaður aðdragandi og setning ákvæðisins ásamt því að farið verður yfir
    breytingar þær sem hafa átt sér stað á ákvæðinu. Í 3. kafla er yfirferð yfir norræna framkvæmd í skattalagabrotum, tekið verður fyrir danskur, norskur og sænskur réttur. Í 4. kafla er umfjöllun um efnisinntak 262. gr. hgl. kaflinn skiptist í 5 undirkafla þar sem meðal annars er fjallað um verndarhagsmuni, verknaðarþola og verknaðaraðferðir ákvæðisins. Einnig er þar umfjöllun um efnisþætti ákvæðisins og skoðuð sérstaklega tengsl skattalagabrota við ákvæði í
    sérrefsilögum. Þar er einnig umfjöllun um þau sérrefsilög sem vísað er til í 262. gr. hgl. Því næst er fjallað um huglæg skilyrði líkt og ásetning og gáleysi. Í síðasta undirkaflanum er að finna kafla um viðurlög, þar er fjallað um viðurlögin sem ákvæði 262. gr. hgl. heimila. Í kaflanum er einnig að finna umfjöllun um það hvort beiting álags standist ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu um tvöfalda refsingu. Meginkafla ritgerðarinnar er síðan að finna í 5. kafla, sá kafli er um refsingar og ákvörðun þeirra. Þar eru skoðuð þau atriði sem koma til skoðunar við ákvörðun refsingar og þá sérstaklega með tilliti til þeirra dóma sem gengið hafa síðan ákvæði 262. gr. hgl. var lögfest 1995. Þar er að finna umfjöllun um
    refsilækkunar- eða refsihækkunarástæður og einnig eru skoðuð ákvæði sem geta verið til málsbóta eða þyngingar og koma til greina við ákvörðun refsingar. Samhliða 5. kafla fylgir í 6. kafla dómaskrá og umfjöllun um dóma þá sem þar er að finna. Loks er að finna lokaorð ritgerðarinnar í 6. kafla. Í ritgerðinni verður, eðli máls samkvæmt, fyrst og fremst byggt á hegningarlögum ásamt þeim sérrefsilögum sem tilgreind eru í ákvæði 262. gr. hgl. og varða minni háttar skattalagabrot. Litið verður til skrifa íslenskra fræðimanna sem þó eru af
    skornum skammti og mestmegnis að því er varðar 262. gr. hgl. úr gildistíð eldra ákvæðis. Einnig verður litið til dómaframkvæmdar á þessu sviði.
    Tilgangurinn með ritgerð þessari er að reyna að svara þeirri spurningu hvort misræmi sé að finna hjá dómstólum við ákvörðun refsingar þegar kemur að skattalagabrotum. Verður rannsakað hvers dómstólar líta til, dómþolum til málsbóta eða þyngingar dæmdum refsingum og einnig verða skoðaðar refsilækkunar- og refsihækkunarástæður sem dómstólar kunna að
    taka tillit til.

Samþykkt: 
  • 30.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14559


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lilja Rós_ritgerð,háskólaprent.pdf834.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna