is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14561

Titill: 
  • „Þotulið“ og „setulið“ : kynjajafnrétti og kennaramenntun
Útgáfa: 
  • 2012
Útdráttur: 
  • Ný ákvæði um jafnréttisfræðslu í grunnskólalögum og aðalnámskrám hafa tekið gildi. Í 25. grein grunnskólalaga kemur fram að setja skuli ákvæði um inntak og skipulag náms í námsgreinum grunnskólans og þar eru jafnréttismál meðtalin. Í aðalnámskrá grunnskóla er jafnréttisfræðsla talin til samfélagsgreina ásamt átta öðrum námsgreinum. Í aðalnámskrám allra skólastiga frá 2011 eru sex grunnþættir hafðir að leiðarljósi, þar af er einn um jafnrétti. Af þessu tilefni, og einnig vegna lengingar á kennaramenntuninni frá 2011, var ákveðið að skoða hvernig tekið er á jafnréttisfræðslu í menntun kennara og annarra fagstétta á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknin var gerð á vegum rannsóknarstofunnar RannKyn. Gagna var aflað með viðtölum við átta rýnihópa kennara við Menntavísindasvið, auk viðtals við stjórnanda. Spurningalisti til kennara nýttist ekki vegna lágs svarhlutfalls. Niðurstöður benda til að kennarar skilji hugtakið jafnrétti víðum skilningi og tilhneiging virðist vera til þess að leiða hjá sér eða sýna andstöðu við kynjajafnrétti. Kennarar hafa eigi að síður áhyggjur af því að fordómar, staðalmyndir um kynin og ótti við samkynhneigð séu til staðar í skólum og í kennaramenntun. Sumir kennarar eru áhugasamir og kalla eftir skýrri stefnumörkun, gagnvirkri umræðu og upplýsingum á vefsetrum Menntavísindasviðs og RannKyn. Það er mat höfunda að átak þurfi til að brúa bilið á milli kennaramenntunar, lagaákvæða og kynjafræðilegra rannsókna og skapa rými fyrir jafnréttisfræðslu í kennaranámi. Í greininni er bent á leiðir í þeim tilgangi.

  • Útdráttur er á ensku

    New requirements for equality education in compulsory schools in Iceland were mandated by law in 2008 when equality became a new subject in compulsory schools. In the National Curriculum for Compulsory Schools equality education is listed as part of social studies, along with eight other subjects. Moreover, in the National Curriculum Guide for all school levels, equality is listed as one of six values or pillars of education. With reference to the above, and also because of the lengthening of teacher education from three to five years in 2011, it was decided on behalf of RannKyn, Centre for Research on Equality, Gender and Education, to examine how education on gender and equality is being executed in the education of teachers and other professionals at the School of Education, University of Iceland. Data were gathered through eight focus group interviews and interviews with administrators. A questionnaire to teachers proved useless due to the low response rate. The findings indicate that the teachers understand the concept of equality in a broad sense, and see themselves as equality oriented. However, they tend to either ignore or show resistance to gender equality, or focus on gender as a binary essentialist concept. Some teachers are concerned that prejudice, homophopia and stereotypes about gender are a problem in schools as well as in teacher education. Some of them are worried and call for a clear policy, interactive discussions and information on the websites of the School of Education and RannKyn. The authors emphasize that an effort should be made to bridge the gap between the present practices in teacher education and gender research and make space for gender studies in teacher education. In this article, ways are suggested to that end.

Birtist í: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2012
Samþykkt: 
  • 30.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14561


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
006.pdf436.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna