is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14563

Titill: 
  • Staða lyfjagjafa á hjúkrunarheimilum. Faraldsfræðileg áhorfsrannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna stöðu lyfjagjafa á hjúkrunarheimilum. Skoðað var hvaða lyf var verið að gefa á hjúkrunarheimilunum og fylgst var með því hvort að þau væru gefin í samræmi við fylgiseðilinn. Skráð var niður hvort að lyfin væru mulin eða hylki opnuð, hvort að þau væru gefin með mat og þá hvaða mat. Að lokum voru lyfin skoðuð með tilliti til þess hvort að það mætti mylja þau og hvaða aðrir valmöguleikar eru í boði.
    Aðferðir: Rannsóknin fór fram á tveimur hjúkrunarheimilum þar sem farið var á tvær deildir á hvoru hjúkrunarheimili fyrir sig í fjóra daga á hverri deild. Vistmenn deildanna voru flokkaðir eftir aldri í þrepum, kyni og hvort að þeir væru með vitræna skerðingu. Fylgst var með hjúkrunarfræðingunum taka lyfin til, undirbúa lyfjagjöfina og gefa vistmönnum deildanna lyfin. Skráð voru niður nöfn lyfjanna, fjöldi og hvort að þau væri brotin í skömmtunarpokanum. Einnig var skráð niður hvort að lyfin væru mulin eða hylkin opnuð og þá í hvaða íblöndunarfasa þau væru gefin.
    Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að mulningur á lyfjum er algeng verklagsaðferð hjá hjúkrunarfræðingum þegar um kyngingaröðrugleika er að ræða hjá vistmönnum og umtalsverðum fjárhæðum er eytt í lyf sem verða óvirk eða virkni þeirra skert við þessa verklagsaðferð. Heimildum um það hvort að mylja megi töflur og opna hylki er sömuleiðis ábótavant sem getur komið í veg rétta lyfjagjöf. Úr niðurstöðum rannsóknarinnar var unninn listi yfir þau lyf sem ekki má mylja ásamt því að bent er á viðeigandi lyfjaform eftir því sem við á. Listinn getur þjónað sem uppflettirit fyrir heilbrigðisstarfsfólk þegar gefa á lyf til einstaklinga með kyngingarörðugleika.

Samþykkt: 
  • 30.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14563


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hlynur Traustason.pdf4.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna