is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14566

Titill: 
  • „Að vera leiðtogi er að vera mannlegur.“ Viðhorf stjórnenda hjá ÍTR til forystu
  • Titill er á ensku To be a leader is being human. Views of managers of leisure centres
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hugmyndafræði þjónandi forystu rekur upphaf sitt til Robert K. Greenleaf (1904-1990). Þjónandi forysta er hugmyndafræði þar sem leiðtoginn er í fyrsta lagi þjónn þar sem hagur og velferð samstarfsfólks er það sem skiptir máli. Áherslan í þjónandi forystu er þannig fyrst og fremst á mannauðinn. Fyrri rannsóknir á þjónustustörfum í þágu almannahagsmuna, svo sem meðal skólastjórnenda, kennara og hjúkrunarfræðinga, hafa leitt í ljós að þjónandi forysta hefur jákvæð áhrif á starfsánægju, traust og eflingu meðal starfsmanna. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á meðal stjórnenda í frístundastarfi svo vitað sé til, hvorki hér á landi né erlendis.
    Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á viðhorf stjórnenda í frístundastarfi barna og unglinga til stjórnunar og forystu í starfi hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur (ÍTR). Til grundvallar voru skilgreiningar á þjónandi forystu samkvæmt framsetningu Kent M. Keith (2008) og Dirk van Dierendonck (2011). Rannsóknarspurningarnar eru tvær: Annars vegar er spurt hvort stjórnendur hjá ÍTR séu þjónandi leiðtogar og hinsvegar, ef svo er hvernig það birtist í störfum þeirra. Rannsóknin er eigindleg og rannsóknargögnum var safnað með viðtölum við sjö stjórnendur í þremur af sex frístundamiðstöðvum ÍTR. Af þeim voru þrír karlmenn og fjórar konur. Viðtölin fóru fram á tímabilinu febrúar – maí árið 2010. Að loknu hverju viðtali var það afritað sem texti, það kóðað og greint í þemu og undirþemu.
    Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að stjórnendur frístundamiðstöðva ÍTR séu þjónandi leiðtogar samkvæmt skilgreiningum Keith (2008) og Dierendonck (2011). Meginstef og helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að stjórnendur vilja að starfsmenn hafi áhrif á starf sitt, að þeim sé treyst fyrir verkefnum og að allir starfsmenn hafi rödd þegar kemur að ákvarðanatöku. Samvinna, valddreifing, lýðræði og þátttaka starfsmanna er áberandi og stjórnendur vilja skapa starfsumhverfi sem er eflandi fyrir samstarfsfólk. Viðhorf þátttakenda gefur til kynna að þeir hafi hag af því að tileinka sér þjónandi forystu með markvissum hætti. Enn fremur gefur rannsóknin tilefni til frekari rannsókna meðal starfsmanna sem sinna faglegu frístundastarfi.

  • Útdráttur er á ensku

    The concept of Servant Leadership's traces it's origins to Robert K. Greenleaf (1904-1990). A servant leader can be described as someone who is first and foremost a servant to his or hers colleagues and focuses on their interests and welfare. The focal point of Servant Leadership is therefore human resources. Prior research into management roles in fields that cater to public interest, i.e. amongst schoolmasters, teachers and nurses have concluded that Servant Leadership has a positive effect on job satisfaction, trust and reinforcement amongst employees. No comparable research is known to have been made amongst managers in the professional field of avocation. Neither in Iceland nor abroad.
    This research´s objective is to analyse the views of managers of leisure centres run by ÍTR (Sports and Leisure Council of Reykjavik) towards management and leadership in the workplace. The basis of the research are definitions of Servant Leadership put forward by Kent M. Keith (2008) and Dirk van Dierendonck (2011). There were two research questions: Firstly whether managers within ÍTR are Servant Leaders and secondly, if that is the case, how is that reflected in their work. It is a qualitative research and the source material was collected via interviews with seven managers - three men and four women - of three of ÍTR's six leisure centers. The interviews were conducted between february and may 2010. At the end of each interview it was transcribed, coded and themes were identified.
    The results suggest that managers of ÍTR's leisure centers are in fact Servant Leaders according to the definitions by Kent M. Keith (2008) and Dierendonck (2011). The running theme was that said managers strive to create a working environment where employees are trusted, have a say in what they do, and get to partake in decision-making. Cooperation, division of power, democracy and participation of employees is prominent and evident that managers strive to create an employee-empowering working environment. The participants' view suggests that the benefit greatly from systematically adopting the principles of Servant Leadership. Furthermore, the research encourages further exploration of the professional field of avocation.

Samþykkt: 
  • 30.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14566


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Steingerður Kristjánsdóttir-ritgerð.pdf800.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna