is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14570

Titill: 
  • Íslenskir barnakennarar 1930 og 1960 : félagsleg og lýðfræðileg einkenni
Útgáfa: 
  • 2012
Útdráttur: 
  • Rannsóknin beinir sjónum að barnakennarastéttinni á tímabilinu 1930–1960 og kannar hvaða áhrif hinar umfangsmiklu samfélagslegu og efnahagslegu breytingar, sem kenndar eru við nývæðingu (e. modernization), höfðu á svipmót hennar. Lögð er áhersla á samanburð milli þéttbýlis og dreifbýlis og á ólíkar skólagerðir. Árið 1930 var nær þriðjungur kennara farkennarar en þetta hlutfall hafði lækkað í 5% 1960. Kennurum í föstum skólum fjölgaði að sama skapi, mest í Reykjavík. Færð eru rök fyrir því að fagvæðing kennarastéttarinnar hafi að verulegu leyti þegar átt sér stað fyrir 1930; þetta birtist m.a. annars í því að kennarar voru mun eldri og áttu mun lengri kennsluferil en gerðist fyrr á öldinni. Verulegur munur var þó á barnakennarastéttinni eftir skólagerð. Farkennarahópurinn bar framan af svipmót gamla tímans, flestir voru ungir og ógiftir. Árið 1960 voru farkennarar aftur á móti mun eldri en kennarar í föstum skólum. Farskólahald var á undanhaldi og ólíkt því sem var í skólum í hinu vaxandi þéttbýli varð lítil sem engin endurnýjun í farkennarahópnum. Konur voru mun færri en karlar í barnakennarastétt og framan af heyrði til undantekninga að giftar konur legðu stund á kennslu. Hlutur giftra kennara jókst á rannsóknartímabilinu en áfram hélst kynbundinn munur á hjúskaparstöðu kennara. Hvað varðar hlut kennslukvenna naut Reykjavík fyrst um sinn talsverðrar sérstöðu en þar voru áberandi fleiri kennslukonur en annars staðar á landinu. Þær voru eldri en stéttin í heild og áttu að baki langan kennsluferil. Flestar áttu þessar konur feður í efri lögum samfélagsins. Færð eru rök fyrir því að kennaranám hafi verið ákjósanleg leið fyrir þennan hóp til að afla sér framhaldsmenntunar og sjálfstæðra framfærslumöguleika.

  • Útdráttur er á ensku

    The study explores how socio-economic changes affected the social and demographic profile of Icelandic primary school teachers during the period 1930 to 1960. The study compares urban and rural areas as well as different school types. We show that there were considerable differences in the social profile of teachers between settings. In 1930 almost one third of all Icelandic teachers were ambulatory teachers in rural areas as compared to less than 5% in 1960. The share of teachers in permanent schools increased, in particular in Reykjavík. We argue that the professionalization of teaching had occurred during the first decades of the 20th century. This is reflected in the change in the age profile of teachers. Earlier research has shown that the majority of teachers in the early 20th century were young and unmarried and were often only involved in teaching for a brief period of time. In 1930, teachers were generally older and had longer teaching careers than had been the case with their forerunners. This was, however, not the case with the ambultatory teachers, who displayed the same demographic characteristics as teachers in earlier periods. With increased urbanization between 1930 and 1960, there was a considerable decline in the number of ambultatory teachers and thus little renewal in this group. By 1960, teachers in permanent schools were younger, as the number of teachers increased more than fourfold between 1930 and 1960. Our study shows that female teachers were relatively few, and in 1930 only a small fraction of female teachers were married. Apparently the contemporary ideology required that women pursuing a career as a teacher should not marry. Even though there were still considerable gender-specific differences in the marital status of teachers in 1960, the share of married women teachers increased considerably between 1930 and 1960. Evidently, by 1960, it became easier for women to combine teaching with marriage and childbearing.

Birtist í: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2012
Samþykkt: 
  • 30.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14570


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
010.pdf397.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna