is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14572

Titill: 
  • Trúarbragðafræðsla í samfélagi margbreytileikans
Útgáfa: 
  • Júní 2012
Útdráttur: 
  • Staða trúarbragðafræðslu í grunnskólum hefur breyst á undanförnum árum bæði hér á landi og í nágrannalöndunum. Með síðustu grunnskólalögum var nafni greinarinnar breytt og í nýrri námskrá grunnskóla verður hún hluti af námskrá í samfélagsgreinum. Í greininni er fjallað um trúarbragðafræðslu á tímum trúarlegs margbreytileika og fjölhyggju. Spurningar um veraldarvæðingu og af-veraldarvæðingu eru ræddar og bent á að trúarbrögð séu með nýjum hætti komin á dagskrá í vestrænum samfélögum. Síðan eru ályktanir og álitsgerðir Evrópuráðsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu skoðaðar, en í þeim er áréttað mikilvægi vandaðrar trúarbragðafræðslu til að auka skilning ungs fólks á hlutverki trúarbragða í fjölmenningarsamfélögum nútímans og hvernig góð þekking á trúarbrögðum og lífsviðhorfum getur stuðlað að virðingu fyrir trúfrelsi og eflt skilning á félagslegum
    margbreytileika. Næst eru ræddar hugmyndir nokkurra sérfræðinga í trúarbragðakennslu í Bretlandi með það fyrir augum að draga ályktanir af henni. Þar er athyglinni sérstaklega beint að nálgunum eða aðferðum í trúarbragðafræðslu sem taka mið af óhjákvæmilegum áhrifum margbreytileikans á nemendur og leitast við að hjálpa þeim að takast á við þau. Þær fela ekki í sér innrætingu tiltekinna trúar- eða lífsviðhorfa en leggja í staðinn áherslu á að nemendur fái tækifæri til að skoða og velta fyrir sér mismunandi trúarbrögðum og lífsviðhorfum á skipulegan hátt. Þær viðurkenna einnig rétt einstaklinga til að hafa ólík trúar- eða lífsviðhorf og þá staðreynd að margir nemendur taka óhjákvæmilega með sér inn í skólastofuna trúar- og lífsviðhorf fjölskyldu sinnar.
    Á ofangreindum grundvelli eru sett fram sjónarmið um nálgun og áherslur í trúarbragðafræðslu hér á landi á tímum þegar margbreytileiki og fjölhyggja í trúarefnum
    verður æ meiri. Nemendur í skólum á Íslandi verða fyrir áhrifum margbreytileikans og því er mikilvægt að taka bakgrunn og reynslu þeirra með í reikninginn í trúarbragðafræðslu skólanna. Niðurstaðan er því sú að mikilvægt sé að í trúarbragðafræðslunni eigi sér stað samspil milli annars vegar bakgrunns, reynslu og tilvistarspurninga nemenda og hins vegar inntaks, frásagna, hefða og menningarlegs samhengis trúarbragða og lífsviðhorfa.

  • Útdráttur er á ensku

    The article focuses on religious education in public schools in this time of religious diversity and plurality. Secularization and the question of desecularization is also discussed and it is pointed out that religion is back on the agenda in Western societies. Over the last years the Council of Europe has in many reports emphasized the need for better understanding about religions and beliefs and how important it is for young people to acquire a better understanding of the role that religions play in today’s pluralistic world. The article discusses some of these reports and how knowledge about religions and beliefs can reinforce appreciation of the importance of respect for everyone’s right to freedom of religion or belief and promote understanding of societal diversity. Different approaches in religious education are also discussed with a special focus on the discussion in Britain over the last decades. The focus is especially on approaches that recognize the inevitable influence of plurality on children and young people and seek to help them to tackle this. These approaches do not foster particular manifestations of belief but stress that pupils should have the possibility to study and reflect on different religious views in a structured manner. They also recognize the right of individuals to have different religious or secular views and that some pupils inevitably bring with them to the classroom their family’s or denomination’s religious attitudes. On this basis, religious education in Iceland is discussed, as are the approaches that are suitable in this time of growing diversity and plurality. The effect of plurality on the younger generation in Iceland makes it urgent to find an approach to religious education that takes greater account of pupils’ diverse backgrounds, personal experiences and existential questions. The conclusion is that if pupil’s experience and the contents of the subject religion constitute the elements creating the process to take place in religious education, there must be interplay in the religious education on one hand between pupils’ background and own experience, existential questions and life interpretation and on the other hand the contents, traditions and cultural context of the religions and beliefs.

Birtist í: 
  • Netla
ISSN: 
  • 1670-0244
Samþykkt: 
  • 30.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14572


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Trúarbragðafræðsla.pdf276.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna