is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14579

Titill: 
  • Þróun á HPLC-MS/MS aðferð til magngreiningar á fólinsýru og hómósysteini
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hómósystein er amínósýra sem skipar stórt hlutverk í efnaskiptum fólata og meþíóníns. Hefur um langt skeið verið horft á hækkaðan styrk þess í blóðvökva sem stóran áhættuþátt tengdan ýmsum sjúkdómum á borð við hjarta- og æðasjúkdómum. Fólinsýra er hluti af fólatfjölskyldunni sem samanstendur af vatnsleysanlegum B9 vítamínum. Fólöt eru nauðsynleg fyrir myndun og viðgerðir á DNA og fyrir frumuskiptingu. Helstu afleiðingar fólatskorts eru risakímfrumublóðleysi, fósturgallar á borð við taugarörsgalla og jafnvel taugaskaði ef fólatskortur hefur verið viðvarandi. Fólöt þyggja eins kolefna hópa frá gjafasameindum og flytja þá áfram í gegnum ýmsa efnaferla. Þar sem þörf er á fólötum við endurmeþýlun hómósysteins aftur yfir í meþíónín er aukinn styrku hómósysteins eitt af fyrstu einkennum fólatskorts. Angíótensín II er virkt átta amínósýra peptíð sem er hluti af Renín-angíótensín kerfinu. Peptíðið skipar stórt hlutverk í stjórnun á vökva- og saltbúskap líkamans og veldur æðaþrengingu og losun á aldósteróni.
    Aðferð var þróuð á HPLC-MS/MS tæki með rafúðajónun fyrir magngreiningu á fólinsýru og hómósysteini. Jákvæð jónun var notuð. Einnig var angíótensín II sprautað inn á massagreininn en ekki náðist að vinna meira með það efni. Rannsökuð voru áhrif ýmissa breyta á mælingar fólinsýru og hómósysteins ásamt því að athuguð voru áhrif andoxunarefna á stöðugleika efnanna tveggja. Áhrif mismunandi breyta, annars vegar tengdum súlunni og hins vegar innsprautunarbúnaðinum, voru einnig rannsökuð í tengslum við athuganir á carryover fólinsýru og hómósysteins. Niðurstöður sýndu fram á að fólinsýra væri óstöðug vegna oxunar og juku andoxunarefni á stöðugleika hennar. Hómósystein sýndi hins vegar meiri stöðugleika. Einnig sýndu niðustöður fram á að nokkurt carryover var til staðar hjá fólinsýru og virtist vandamálið aðallega tengjast föstu ásogi fólinsýru á súlur.

  • Útdráttur er á ensku

    Homocysteine is an amino acid that plays a vital role in the metabolism of folates and methionine. For many years elevated blood levels of homocysteine have been linked to diseases such as cardiovascular disease. Flolic acid is a member of the folate family which consist of the water soluble vitamins B9. Folates are necessary for production and repair of DNA as well as for cell division. The main effects of folate deficiency is megaloblastic anemia, neural tube defect as well as neural damage if the folate deficiency persists. Folates accept one carbon unit from a donor molecule and transports to a one carbon acceptor through several chemical processes. Because folates are needed for the remathylation of homocysteine back to methionine, elevated homocysteine levels are one of the first symptoms of folate deficiency. Angiotensin II is an active eight amino acid peptide. It is a part of the Renin-angiotensin system. Angiotensin II plays a vital role in the control of fluid and electrolyte balance of the body. It causes vasoconstriction and stimulates the release of aldosterone.
    A HPLC-MS/MS method was developed with electrospray ionization for the quantification of folic acid and homocysteine. Positive ion-mode was used. Angiotensin II was infused into the spectrometer but further analysis with angiotensin II could not be accomplished. Effects of several variables were evaluated for the HPLC-MS/MS measurement of folic acid and homocysteine. The effects of antioxidants were also evaluated for the stability of folic acid and homocysteine. The effects of different variables on the amount of carryover was evaluated for folic acid and homocysteine. The results showed that folic acid was unstable in solution because of oxidation and the use of antioxidants was a necessity. Homocysteine however showed more stability. The results also revieled that carryover was a problem for folic acid and was the problem most likely connected with a strong adsorption of folic acid to the column.

Athugasemdir: 
  • Yfirlýsing barst safninu í lok apríl 2014 undirrituð af einum leiðbeinanda en ekki höfundi.
Samþykkt: 
  • 30.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14579


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
mastersverkefni.pdf1.74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna