is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1457

Titill: 
  • „Það er alltaf einhver í skólanum sem kann“ : gluggað í reynslu nokkurra kennara af glímunni við að tileinka sér upplýsingatækni í starfi
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Rannsóknin segir frá helstu niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar sem gerð er undir því
    yfirskini að auka skilning á því hvers konar viðfangsefni það er fyrir kennara að læra að
    nýta sér tölvutækni í starfi. Út frá frásögnum kennara er reynt að rýna í reynslu þeirra út
    frá menntunarlegu sjónarhorni og afmarka og fjalla um hvers konar viðfangsefni hér er á
    ferðinni og bregða ljósi á þá þætti sem þeir telja mikilvæga í námsferlinu.
    Algengt hefur verið að hugmyndir um símenntun kennara á sviði upplýsinga- og
    tæknimennta hafi einkennst af að auka tæknilæsi þeirra. Aukin færni í einstökum
    forritum og stýrikerfi tölvunnar átti þannig að leiða til þess að kennarar gætu útfært
    markmið aðalnámskrár í málaflokknum sem eru, í meginatriðum, af öðrum kennslufræðilegum
    meiði en hefðbundnum afleiddum nálgunum við nám. Því er forvitnilegt að
    skoða reynslu kennara sem þegar hafa náð nokkrum árangri í því að virkja upplýsingatækni
    í takt við markmið aðalnámskrárinnar.
    Niðurstöður benda til þess að reynsla kennaranna af því að læra að nýta tölvur í starfi
    snúist fyrst og fremst um að velta fyrir sér og taka afstöðu til með hvaða hætti notkun
    tölva geta aukið gæði náms og kennslu og jafnframt að tölvulæsi þeirra sjálfra skipti í
    því samhengi litlu máli. Niðurstöður benda einnig til þess að kennarar læri að beita
    tölvum með því að leysa aðkallandi hagnýt viðfangsefni með aðstoð þeirra. Innihald
    námsins stjórnast af eðli viðfangsefnisins og hugmyndum kennarans um útfærslu þess
    ásamt hugmyndum hans um möguleika tækninnar, hvaða hugbúnað og hvaða færniþætti
    hann lærir. Með svipuðu móti læra þeir að nýta tölvur í kennslu út frá hagnýtu notagildi tækninnar við úrvinnslu nemendaverkefna.

Samþykkt: 
  • 4.2.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1457


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MEd-ThorJoh-07_2.pdf584.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna