is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14580

Titill: 
  • Lýðræðislegar bekkjarumræður og viðhorf til réttinda innflytjenda : sýn nemenda
Útgáfa: 
  • 2012
Útdráttur: 
  • Umfjöllun um lýðræði og mannréttindi er um þessar mundir ofarlega á baugi menntamála. Markmið rannsóknarinnar er að kanna viðhorf nemenda til mannréttinda sem snúa að réttindum og möguleikum innflytjenda með hliðsjón af því hvaða tækifæri nemendur telja sig hafa til þátttöku í lýðræðislegum umræðum í bekkjarstarfi og hve virka þeir telja sig í umræðum af því tagi. Rannsóknin er hluti af stærra rannsóknarverkefni: Borgaravitund ungs fólks í lýðræðisþjóðfélagi. Spurningalistar voru lagðir fyrir 11, 14 og 18 ára nemendur, alls 1.414 talsins. Helstu niðurstöður eru þær að nemendur sem töldu sig hafa meiri tækifæri til lýðræðislegrar umræðu í sínum bekk voru líklegri til að hafa jákvætt viðhorf til réttinda innflytjenda í samfélaginu. Þessi jákvæða sýn nemenda á tækifæri til lýðræðis-legrar þátttöku í umræðum tengdist því jafnframt að þeir töldu sig virkari í umræðu. Þá voru þeir sem töldu sig virkari í umræðu jákvæðari í garð innflytjenda. Litið er til framangreindra tengsla með tilliti til þjóðfélagsstöðu foreldra, aldurs nemenda og hvort í hlut eiga stúlkur eða piltar. Jafnframt er dregin fram sú áskorun sem felst í því fyrir skólastarf að standa fyrir lýðræðislegum umræðum nemenda.

  • The topics of democracy and human rights are at the forefront in educational policy in many countries around the world. This study addresses these topics by exploring students’ experiences of opportunities for democratic discussions at school, along with their views on their own active participation in discussion. Their views are explored in relation to their attitudes towards human rights; in this case immigrants’ rights. The study is part of a larger research project, on young peoples’ citizenship in a democratic society, in which data was collected from Icelandic students aged 11, 14 and 18, through a questionnaire. The study’s main findings were that students who experienced more opportunities for democratic discussions were more likely to have a positive view towards the rights of immigrants. They were also more likely to feel that they were active in discussions. Furthermore, students’ views on how active they were in discussions mediated the relationship between their experiences of democratic discussions and their attitudes towards immigrants’ rights, independent of age, gender, and SES. The findings are discussed in relation to the challenge of fostering an open and democratic classroom climate for discussions of various societal issues.

Birtist í: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2012
Samþykkt: 
  • 30.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14580


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
013.pdf387.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna