is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14593

Titill: 
  • Samband ánægju og tryggðar viðskiptavina. Eru tengsl á milli ánægju og tryggðar viðskiptavina Boot Camp?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samband ánægju og tryggðar viðskiptavina hefur verið mikið skoðað af fræðimönnum á síðastliðnum árum sér í lagi í ljósi þess að niðurstöður rannsókna þeirra benda til þess að jákvætt samband á milli þessara þátta getur haft áhrif á árangur fyrirtækja til þess að skara fram úr á markaði. Ánægja viðskiptavinarins stafar af því að væntingunum, sem hann hafði af viðskiptunum fyrirfram, var mætt eða jafnvel fór upplifunin af viðskiptunum fram úr væntingum. Ef fyrirtækjum tekst að halda viðskiptavinum sínum ánægðum eru meiri líkur á því að þeir sýni tryggð við fyrirtækið meðal annars með jákvæðu umtali og endurteknum viðskiptum. Það eru þessir tryggu viðskiptavinir sem eru arðbærastir og mikilvægt er fyrir fyrirtæki að vinna að því að byggja upp góðan hóp tryggra viðskiptavina sem skapar fyrirtækinu samkeppnisforskot á markaðnum.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort tengsl væru á milli ánægju og tryggðar viðskiptavina fyrirtækisins Boot Camp sem starfar á heilsu- og líkamsræktarmarkaði hér á landi. Til þess að kanna viðhorf þessara viðskiptavina var sendur út spurningalisti á rafrænu formi til þeirra þar sem þeir voru beðnir um að svara hversu sammála eða ósammála þeir væru nokkrum fullyrðingum um ánægju og tryggð í garð þessa tiltekna fyrirtækis.
    Helstu niðurstöður voru þær að viðskiptavinir Boot Camp voru mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeir fá og að þeir eru almennt mjög tryggir viðskiptavinir fyrirtækisins. Sterk jákvæð tengsl mældust á milli heildaránægju viðskiptavina og tryggðarbreytanna varðandi ætluð endurkaup, jákvætt umtal og meðmæli með fyrirtækinu. Miðlungs sterk tengsl mældust á milli heildaránægju viðskiptavina og ætlaðra endurkaupa þrátt fyrir að að betra verð á sambærilegri þjónustu byðist annars staðar. Áætla má út frá niðurstöðum rannsóknarinnar að viðskiptavinir þessa tiltekna fyrirtækis séu búnir að finna sér æfingaraðferð sem hentar þeim og þeir muni vera tryggir fyrirtækinu. Stjórnendur fyrirtækisins geta því einbeitt sér að því að halda áfram að vinna þá góðu vinnu sem þeir hafa unnið á síðastliðnum árum sem virðist halda viðskiptavinum ánægðum.

Samþykkt: 
  • 2.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14593


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jon Asberg Sigurdsson.pdf936.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna