is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14598

Titill: 
  • Stefnumótun fjármálafyrirtækja. Ferli stefnumótunar og notkun líkana
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Stefna er einn af lykilþáttum fyrirtækis til að auka árangur. Árangur felur í sér að ná þeim markmiðum sem fyrirtækið setti sér í upphafi stefnumótunar og að fylgja þeim eftir. Stefna er hönnuð með markmið fyrirtækisins að leiðarljósi en aðferð mótunar hennar er mismunandi meðal fyrirtækja þó hún byggist oftast nær á sömu grunn hugmyndinni. Greiningarlíkön stefnumótunar eru oft notuð við mótun stefnunnar fyrir fyrirtæki til að öðlast betri skilning á innra og ytra umhverfi þess. Vel skilgreint umhverfi getur stuðlað að raunhæfum markmiðum og enn fremur árangursríkari stefnu.
    Í þessari ritgerð er markmiðið að kanna hvernig fjármálafyrirtæki haga stefnumótun sinni og hvort að þau noti viðurkennd líkön við stefnumótunarvinnuna. Fengin voru fjögur fyrirtæki, sem starfa á fjármálamarkaðinum og viðhorf þeirra til stefnumótunar könnuð. Úrlausnir voru settar í samhengi við fræðin til að meta hvort fyrirtækin væru að fylgja þeim aðferðum sem fræðin segja til um. Skilgreiningar á hugtökum og aðferðum við stefnumótun sem og greiningarlíkönum voru tekin saman í fræðilega hlutanum.
    Niðurstöður leiddu í ljós að aðferðir fyrirtækjanna voru á margan hátt svipaðar þó svo stærð þeirra hafi mikil áhrif á umfang og tilgang stefnumótunarinnar. Sú aðferð sem fyrirtækin beittu og þau greiningarlíkön sem þau notuðu byggðu í grunninn að mestu á fræðunum þó svo hvert og eitt þessara fyrirtækja væri með mismunandi áherslur og markmið með stefnumótunarvinnunni. Rannsóknin benti til þess að fyrirtækin nota að einhverju marki líkönin óbreytt en einnig að þau séu notuð óbeint og ómeðvitað. Rannsóknin benti jafnframt til þess að ráðgjafar fyrirtækjanna hafi í einhverjum tilvika notað eigin líkön sem þróuð hafa verið út frá grunnlíkönum fræðimanna. Slík þróun verður að teljast, að mati höfundar, jákvæð og viðkomandi aðilum til hagsbóta.
    Mikilvægt er að ferli stefnumótunar sé vel útfært en til þess þurfa markmiðin að vera raunhæf og í samræmi við hlutverk fyrirtækisins. Þau fyrirtæki sem tóku þátt í rannsókninni voru öll með raunhæf markmið og markvissa stefnumótun sem mun að öllu líkindum skila sér í auknum árangri í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 2.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14598


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sar_Snædís_Ólafsdottir_BS.pdf727.17 kBLokaður til...22.06.2030HeildartextiPDF