is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14606

Titill: 
  • 110% aðlögn fasteignalána. Sátu allir við sama borð?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Árið 2004 breyttist aðgengi almennings á Íslandi að fjármagni til fasteignakaupa þegar bankar og sparisjóðir komu með markvissum hætti inn á markað með íbúðalán. Fram til þessa höfðu Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir nær einir lánað fé til húsnæðiskaupa. Í kjölfar innkomu banka og sparisjóða jókst veltan á fasteignamarkaðnum til muna með tilheyrandi verðhækkunum og samhliða því hækkuðu skuldir heimilanna.
    Í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi haustið 2008 hækkaði verðbólga hratt, atvinnuleysi jókst og kaupmáttur launa dróst saman með þeim afleiðingum að skuldastaða íslenskra heimila versnaði til muna. Frá árinu 2008 hafa stjórnvöld leitað leiða til að vinna á skuldavanda einstaklinga. Eitt af úrræðum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur til hjálpar yfirveðsettum heimilum var fólgin í 110% niðurfærslu lána sem aðilar á íbúðalánamarkaði sameinuðust um eftir viljayfirlýsingu aðilanna og ríkisstjórnarinnar frá 3. desember 2010.
    Með viljayfirlýsingunni var gert ráð fyrir að úrvinnsla mála yrði með svipuð um hætti hjá aðilum samkomulagsins. Í maí 2011 tilkynnti Landsbankinn um nýja nálgun á úrræðinu um 110% niðurfærslu skulda sem veitti meira svigrúm til niðurfærslu lána en samkomulagið sagði til um. Íslandsbanki tilkynnti í kjölfarið um breytta nálgun sem veitti einnig aukið svigrúm til niðurfærslu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort að afgreiðsla og niðurstaða umsókna um 110% niðurfærslu hafi hafi verið ólík eftir því hjá hvaða lánveitanda lán til íbúðakaupa var tekið.
    Niðurstaða rannsóknarinnar sýnir svo ekki sé um villst að töluverður munur var á niðurstöðu háð því hvar lán var tekið. Viðskiptavinir Landsbankans komu best út úr úrræði um 110% niðurfærslu lána þar sem verklag bankans bauð upp á mest svigrúm til niðurfærslu. Íslandsbanki kom næst á eftir Landsbankanum en viðskiptavinir annarra sátu við svipað borð þegar kom að úrvinnslu þeirra mála.

Samþykkt: 
  • 2.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14606


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
110% aðlögun fasteignalána.pdf750.86 kBLokaður til...01.05.2133HeildartextiPDF