is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14609

Titill: 
  • Skuldsettar yfirtökur á Íslandi. Er framtíð í skuldsettum yfirtökum á Íslandi?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað um framtíð skuldsettra yfirtaka á Íslandi og reynt að leita svara við því hvort slíkar yfirtökur eigi framtíð fyrir sér á Íslandi. Í því sambandi var unnin megindleg rannsókn með skoðanakönnun meðal framkvæmdastjóra stærstu fyrirtækja á landinu. Skoðanakönnunin samanstóð af tíu spurningum eða fullyrðingum og var hún send á 276 aðila en 114 svöruðu henni. Þá var jafnframt gerð eigindleg rannsókn í formi viðtalsrannsóknar hjá fjórum stjórnendum sem höfðu reynslu af slíkum yfirtökum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að um 54% fyrirtækja hafa farið í gegnum yfirtökur á síðustu árum og hefur um helmingur þeirra eða 52,5% verið skuldsettar. Um 19% svarenda töldu að fyrirtæki þeirra myndi fara í skuldsetta yfirtöku á næstu árum. 22% svarenda í könnun töldu að viðmót skattyfirvalda væri ekki gott. Hjá öllum viðmælendum kom fram að það vantaði meiri samvinnu milli fyrirtækja og skattyfirvalda og aðilar voru sammála um að það vantaði eins konar viðskiptastjóra fyrirtækja hjá skattinum sem fyrirtæki gætu leitað til í því skyni að fá leiðbeiningar. Þá gerðu 12% fyrirtækja ráð fyrir að nýgenginn Hæstaréttardómur, sem staðfestir réttmæti skattyfirvalda á endurákvörðun skatta vegna öfugs samruna, muni hafa áhrif á fyrirtæki sem þeir tengjast.
    Rannsakanda tókst að svara rannsóknarspurningunni um framtíð skuldsettra yfirtaka á Íslandi þannig að það væri framtíð fyrir slíkar yfirtökur en þó með breyttu sniði frá því sem viðgengst hefur síðastliðin ár. Þar sem meðal annars má gera ráð fyrir að skuldastig verði lægra en áður. Þrátt fyrir að íslensk fyrirtæki hafi gengið í gegnum samdráttarskeið síðustu ár í kjölfar bankahrunsins þá telja svarendur 70% fyrirtækja að auðvelt sé að fá lánsfjármögnun í dag en fjármálastofnanir gera meiri kröfur en áður.

Samþykkt: 
  • 2.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14609


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Svanhvít Hrólfsdóttir-ritgerð-skemman.pdf2.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna