is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14614

Titill: 
  • Tilurð smálánafyrirtækja. Samanburður við nágrannalöndin
  • Titill er á ensku The origin of payday loan companies. Comparison to the neighboring countries
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Smálánafyrirtæki hafa orðið sí algengari á síðustu árum og er talað um að engin önnur atvinnugrein hafi vaxið eins ört. Árið 2009 hófu smálánafyrirtækin starfsemi sína hér á Íslandi, í upphafi voru fyrirtækin tvö en á örfáum árum hefur þeim fjölgað í fimm talsins. Gríðarlegur vöxtur er því í atvinnugreininni, hér á landi sem og annarsstaðar.
    Smálánastarfsemi hófst ólöglega í kringum 1800 í Bandaríkjunum á milli þeirra aðila sem ekki höfðu kost á því að sækja sér lán hjá hefðbundnum lánastofnunum. En lengi vel voru það einungis þeir ríku sem höfðu möguleika á því að taka sér lán eða að leggja peninga sína inn á banka til ávöxtunar. Smálánstarfsemi svipuð þeirri sem þekkist í dag hófst þó ekki fyrr en í kringum 1980 þegar sett voru ný lög sem veittu innlánastofnunum meira frelsi og reglur um hámarks vexti féllu úr gildi. Í dag er boðið upp á smálán víðast hvar um heiminn.
    Smálánastarfsemi á Íslandi svipar mjög til þeirra sem tíðkast í nágrannalöndunum sem tekin voru til skoðunar í þessari ritgerð, þ.e. Bretlandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi, en þó frábrugðin að einhverju leiti. Ársvextir eru almennt hærri hér á landi en tíðkast annarsstaðar og ekki er lögbundið að fyrirtækin setji fram ársvexti lánanna. Ekki eru settar fram kröfur um innkomu lántaka hér á landi eins og algengt er erlendis. Ísland er einnig frábrugðið Bretlandi og Noregi að því leitinu til að smálánafyrirtæki hér á landi þurfa ekki starfsleyfi til þess að hefja slíka útlánastarfsemi.

Samþykkt: 
  • 2.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14614


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fanndis Ösp Kristjánsdóttir.pdf697.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna