is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14633

Titill: 
  • „Kastað í djúpu laugina.“ Upplifun nýrra stjórnenda af starfinu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um upplifun nýrra stjórnenda af stjórnunarstarfinu. Tilgangurinn var að nálgast upplifun þeirra fyrstu mánuðina í starfi, með það að markmiði að öðlast heildstæða sýn á þá reynslu.
    Hvað niðurstöður rannsóknarinnar varðar voru viðmælendur allir sammála því að mannleg samskipti væru hvað mikilvægust í starfi, einna helst samskipti stjórnenda við undirmenn sína. Í því sambandi kom fram að það sem reyndist hinum nýju stjórnendum erfiðast í starfi í upphafi voru einmitt þau samskipti. Hin klassíska hugmynd um skipulagða stjórnandann kom einnig fram, en nokkrir viðmælendur bentu á að skipulag skipti miklu þegar kemur að stjórnunarstarfinu. Sú hæfni sem viðmælendur töldu að stjórnendur þyrftu að búa yfir var því í raun nátengd einkennum starfsins. Viðmælendur bentu einnig á að nokkuð hefði vantað upp á handleiðslu inn í starfið, og líktu reynslu sinni fyrstu mánuðina við það að vera kastað út í djúpu laugina. Niðurstöður rannsóknarinnar benda einnig til þess að hugmyndir viðmælenda um starfið sjálft og sig sem stjórnendur einkennist af lýðræðislegum stjórnunarháttum

Samþykkt: 
  • 2.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14633


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kastad i djupu laugina.pdf873.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna