is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14640

Titill: 
  • Afnám gjaldeyrishafta á Íslandi. Mögulegar leiðir við afnám gjaldeyrishafta
  • Titill er á ensku Lifting capital controls in Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Gjaldeyrishöftin eru allar þær takmarkanir sem gerðar eru á flutningi fjármagns til og frá landi. Hér á landi voru sett á gjaldeyrishöft árið 2008 og eru þau enn í gildi. Þegar gjaldeyrishöftin voru innleidd áttu þau einungis að gilda í tiltekinn tíma. Í mars 2011 gáfu stjórnvöld út afnámsáætlun sem miðaði að afléttingu haftanna. Aðstæður hér á landi hafa um margt breyst síðan framangreind afnámsáætlun var gefin út auk þess sem hún virðist ekki vera að skila tilætluðum árangri. Þar af leiðandi er ljóst að endurskoðun hennar er nauðsynleg með tilliti til breyttra aðstæðna á Íslandi.
    Þær leiðir sem færar eru við afnám gjaldeyrishafta eru í raun þrjár. Í fyrsta lagi að stjórnvöld vinni áfram með óbreytta afnámsáætlun Seðlabankans og notist við íslensku krónuna sem gjaldmiðil. Í öðru lagi að stjórnvöld leiti leiða til að taka upp evru hér á landi en þá er nauðsynlegt að ganga í Evrópusambandið og sækja í kjölfarið um aðild að myntsamstarfi Evrópu. Þetta ferli getur þó tekið langan tíma auk þess sem Ísland þarf að uppfylla tiltekin skilyrði til að geta hlotið inngöngu í myntsamstarfið. Þriðja leiðin væri að taka einhliða upp annan gjaldmiðil og komast þar með í tengsl við stærra myntsvæði en Ísland er í dag.

Samþykkt: 
  • 2.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14640


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskjal.pdf610.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna