is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14649

Titill: 
  • Ráðningar hjá hinu opinbera. Aðferðir og ályktanir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Stjórnun starfsmannamála er sífellt að verða mikilvægara viðfangsefni í rekstri skipulagsheilda. Ritgerð þessi fjallar um aðferðir mannauðsstjórnunar til að ráða nýja starfsmenn. Fjallað er almennt um mannauðsstjórnun og í því skyni farið yfir þrjá af níu lyklum mannauðsstjórnunar út frá mannauðsfræðum, en það eru starfsgreining og áætlanagerð, öflun umsækjenda og starfsmannaval. Ráðningarferlið er afar mikilvægt og það skiptir miklu máli að vandað sé til verks allt frá því að þörfin á nýjum starfsmanni hefur verið greind og þangað til nýr starsfmaður hefur verið ráðinn. Þá er þýðingarmikið að vinna að gerð áætlana sem varða starfsgreiningu og sjálft ráðningarferlið. Greint verður frá aðferðum sem nýtast stofnunum í að afla umsækjenda á lausum stöðum innan skipulagsheildarinnar. Þá verða skoðaðar aðferðir sem þykja henta best við að meta hæfi starfsmanna og getu þeirra til að sinna viðkomandi starfi. Einnig er fjallað um forspárgildi mismunandi valaðferða. Þau skekkjuáhrif sem viðmælendur geta haft á stjórnendur í viðtölum eru dregin fram ásamt lagarammanum kringum ráðningarferlið. Tekin eru fyrir einstaka dæmi við skipanir í embætti hjá hinu opinbera og aðferðafræðin borin saman við aðferðir mannauðsstjórnunar. Í þeim málum hefur kærunefnd jafnréttismála þurft að skera úr um hvort aðferðirnar stangist á við lög. Þá hefur komið til kasta umboðsmanns Alþingis að gefa álit sitt á nokkrum málum.
    Niðurstöðurnar voru þær að þó svo að mörgu sé ábótavant í ráðningaferli hins opinbera hafa stjórnvöld sýnt mikla viðleitni með því að skipa hæfnisnefndir sem meta umsækjendur fyrir ráðningu. Ráðningarferlið þyrfti þó að vera markvissara eins og að samræma milli stofnana og passa að einblína ekki of mikið á menntun umsækjenda á kostnað persónulegra eiginleika þeirra. Þá ættu stofnanir einnig að huga betur að því hvernig hægt sé að uppfylla skyldur um fagleg vinnubrögð með því að styðjast betur við aðferðir mannauðsstjórnunar.

Samþykkt: 
  • 2.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14649


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ástey Gunnarsdóttir BS verkefni.pdf689.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna