is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14653

Titill: 
  • Raforku-Sæstrengur: Borgar sig að tengja?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Er skynsamlegt fyrir fjárfesta að fjármagna lagningu raforkusæstrengs frá Íslandi til meginlands Evrópu? Núverandi áætlanir Landsvirkjunar gera ráð fyrir að útselt raforkuverð muni hækka úr u.þ.b. 27 Bandaríkjadollurum í 43 dollara á MW . Gangi áætlanir fyrirtækisins eftir er ljóst að strengurinn mun hafa jákvæð áhrif á rekstur þess. En hvernig lítur dæmið út skoðað frá hlið fjárfestisins? Er lagning sæstrengs frá Íslandi til meginlands Evrópu eða Bretlands arðbær fjárfesting?
    Niðurstöður ritgerðarinnar eru fengnar með greiningu á væntu frjálsu sjóðstreymi strengsins, núvirðingu á sjóðstreyminu og jafnframt eru „aðlagaðir innri vextir“ (MIRR) verkefnisins reiknaðir út. Næmnigreiningu er beitt til að sjá mismunandi niðurstöður við breytingu á tveimur lykiltölum; WACC og tekjuvexti (revenue growth). Jafnframt verður fundin besta og versta mögulega niðurstaða og Monte-Carlo hermun verður beitt.
    Til samanburðar eru sambærileg erlend verkefni skoðuð og farið yfir hver þróun raforkumála hefur verið í Evrópu undanfarin ár. Mikil þróun hefur orðið á alþjóðlegum raforkumörkuðum, meðal annars vegna einföldunar á regluverki, markaðsvæðingu og ekki síst vegna þeirrar stefnu Evrópusambandsins að auka hlut endurnýtanlegrar orku í raforkunotkun Evrópubúa. Það er gert með styrkjum, sköttum o.fl. Það eru því að miklu leyti pólitísk sjónarmið og stefna sem hafa áhrif á þróun raforkuverðs.
    Helstu niðurstöðurnar eru að efasemda gætir um hvort áframhald verði á þeirri pólitísku stefnu sem veldur hækkunum á rafmagnsverði. Efasemdirnar byggjast helst á því að í Evrópu ríkir nú um stundir efnahagslegur óstöðugleiki og ríkin virðast ekki samstíga í leiðum og aðferðafræði. Niðurstöður benda til þess að rekstur sæstrengs sé áhættusamur og mikil óvissa er hvort verkefnið myndi skila arði. En Monte Carlo-hermun bendir til að verkefnið sé gott meðan næmnigreiningin bendir til hins gagnstæða eða í besta falli að reksturinn sé tvísýnn.

Samþykkt: 
  • 2.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14653


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Raforku-sæstrengur.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna