is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14654

Titill: 
  • Vörumerkjavirði Lykils fjármögnunar: Samanburður við samkeppnisaðila og tengsl þess við söluráða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að kanna vörumerkjavirði Lykils fjármögnunar sem er nýtt fyrirtæki á markaði íslenskra fjármögnunarfyrirtækja. Lagt er mat á uppsprettur vörumerkjavirðisins til samanburðar við núverandi samkeppnisaðila ásamt því að skoðaður er munur vitundar, ímyndar og tryggðar á milli ólíkra hópa; almennir neytendur, fyrrverandi og núverandi viðskiptavinir Lykils fjármögnunar og starfsmenn bílaumboða og bílasala. Að auki voru könnuð áhrif söluráða vörumerkisins á uppsprettur vörumerkjavirðisins og áhrif þeirra á heildarvörumerkjavirði Lykils fjármögnunar.
    Gerð var megindleg rannsókn í formi spurningakönnunar þar sem notast var við
    hentugleika- og snjóboltaúrtak. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að Lykill fjármögnun stendur vel til samanburðar við samkeppnisaðila og þá sérstaklega í ljósi þess hversu stutt fyrirtækið hefur verið á markaði. Munur reyndist einnig vera á milli þeirra hópa sem til athugunar voru þar sem starfsmenn bílaumboða og bílasala höfðu almennt meiri vitund um vörumerkið, tengdu þá ímyndarþætti sem til rannsóknar voru sterkar við vörumerkið og auk þess sem tryggð þeirra var meiri. Að auki höfðu söluráðarnir, fólk og þjónustuferli, sterkustu fylgnina við vörumerkjavirði Lykils fjármögnunar.

Athugasemdir: 
  • Aðgangi lokað af höfundi til 1.5. 2033 en breytt af umsjónarmanni Skemmu í 1.5. 2015 skv. fyrirmælum frá viðskiptafræðideild.
Samþykkt: 
  • 2.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14654


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alexandra_Tomasdottir_MS.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna