is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14662

Titill: 
  • Ríkisábyrgðir banka. Hvernig á að draga úr þeim?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er ríkisábyrgðir fjármálafyrirtækja. Fyrst er fjallað um jafnvægi á bankamarkaði og þann markaðsbrest sem bankaáhlaup er. Stjórnvöld óttast bankaáhlaup vegna áhrifa þeirra á samfélagið sem hefur leitt til inngripa þess í formi öryggisnets bankakerfisins. Hluti af öryggisneti bankakerfisins er í formi ríkisábyrgðar. Ríkisábyrgð banka er annars vegar í ólögbundinni stefnu yfirvalda að bjarga bönkum sem taldir eru vera of stórir til að falla og hins vegar innstæðutryggingakerfi.
    Stefnan of stór til að falla er mun umfangsmeiri trygging en innstæðutryggingakerfi. Nánar er fjallað um skilgreiningu á vandanum og þann freistnivanda sem hann skapar. Greindir eru þeir hvatar sem búa að baki ákvörðun yfirvalda að bjarga of stórum bönkum og þann kostnað sem tilfellur vegna slíkra banka. Tilvist innstæðutryggingakerfa er næsta viðvangsefni. Fjallað er um forgangsrétt krafna innstæðueigenda umfam aðrar kröfur í fjármálastofnanir. Jafnframt er farið yfir stöðu innstæðutryggingakerfa í Evrópu og Bandaríkjunum áður en skoðaðar eru hugmyndir til að endurskipuleggja þeirra.
    Markmiðið með ritgerðinni er að skoða hvernig hægt er að draga úr ríkisábyrgðum fjármálafyrirtækja. Fyrst eru skoðaðar hvaða tillögur hafa verið lagðar fram í Evrópu, Bandaríkjunum og Bretlandi til að koma í veg fyrir aðra bankakreppu og til hvaða úrbóta þegar hefur verið gripið í þessum ríkjum. Þá er sjónum beint að Íslandsi og skoðaðar þá aðgerðir sem hafa verið framkvæmdar í umhverfi fjármálafyrirtækja í kjölfar bankahrunsins. Kannað er hvaða íslensku bankar teljast vera of stórir til að falla og hvernig innstæðutryggingum er háttað hér á landi.
    Til að svara ritgerðarspurningunni er litið til hversu miklar ábyrgðir bankar njóta frá ríkinu og þeirra úrbóta sem mælt er með. Niðurstaðan er að íslenska ríkið ber of mikla ábyrgð á fjármálafyrirtækjum vegna væntinga markaðarins um björgun vegna aðgerða og yfirlýsinga stjórnvalda. Ljóst er að ríkið getur ekki staðið við skuldbindingar sínar ef þær falla á ríkið. Til að draga úr ábyrgð ríksins á að endurbæta innstæðutryggingakerfið. Kerfið á að vera vel skilgreint og framkvæmt.

Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14662


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna