is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14663

Titill: 
  • Tímaritaútgáfa á krossgötum? Rannsókn á möguleikum og vinsældum veftímarita
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til meistaraprófs í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er fjallað um veftímarit, þ.e. tímarit sem eru eingöngu gefin út á Netinu. Með aukinni notkun á Netinu í daglegu lífi fólks og auknum kostnaði við prentun á útgáfu virðast veftímarit verða sífellt vinsælli. Markmið ritgerðarinnar var að kanna hvaða möguleika veftímarit bjóða upp á umfram prentuð tímarit og hvernig þessir möguleikar eru nýttir í þeim tímaritum sem voru skoðuð. Einnig var markmiðið að komast að því hversu vinsæl prentuð tímarit og veftímarit eru, hvernig lesendur veftímarita notfæra sér þá möguleika sem þau bjóða upp á og hversu raunhæft það er að reyna að selja áskrift að tímaritum á Netinu.
    Fyrir ritgerðina voru tekin viðtöl við ritstjóra sex íslenskra veftímarita sem eru skoðuð í ritgerðinni, veftímaritin skoðuð vandlega og skráð niður hvaða möguleika hvert tímarit nýtti. Síðan var einnig útbúin netkönnun um vinsældir veftímarita og prentaðra tímarita þar sem þátttakendur voru rúmlega 300 talsins.
    Meginniðurstöður ritgerðarinnar eru þær að helstu möguleikar sem veftímarit bjóða upp á umfram prentuð tímarit eru myndbönd, hljóð og krækjur. Ritstjórar þessara íslensku veftímarita eru nokkuð duglegir að nýta þá möguleika sem miðillinn býður upp á. Niðurstöður úr netkönnuninni sýndu að prentuð tímarit virðast ekki mjög vinsæl, þ.e.a.s. þátttakendur sögðust kaupa tímarit mjög sjaldan og afar fáir sögðust vera áskrifendur að prentuðum tímaritum. Um helmingur þátttakenda sagðist lesa veftímarit og um þriðjungur sagðist nýta þá möguleika sem þau bjóða upp á. Um helmingur þátttakenda sagðist myndu greiða fyrir áskrift að veftímariti en einungis lága upphæð til dæmis 500-1000kr.
    Þess má geta að þessa ritgerð má að finna í veftímaritsútgáfu á slóðinni: http://issuu.com/maggalara/docs/ma-margretlara

Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14663


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-MargretLara2013.pdf1.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna