is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14665

Titill: 
  • Í leit að vaxtartækifærum. DataMarket
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er að greina hver hugsanleg staða íslenska fyrirtækisins DataMarket yrði innan menntaiðnaðarins færu þeir inn á hann og hvort sá iðnaður sé fýsilegur kostur fyrir fyrirtækið að bjóða fram þjónustu sína. DataMarket rekur gagnaveitu á vefsíðu sinni þar sem notendum er gert mögulegt að bera saman töluleg gögn og setja fram myndrænt. DataMarket veitir gögnum frá ýmsum opinberum stofnunum á borð við World Bank, Eurostat, Hagstofunni og Seðlabanka Íslands svo fátt eitt sé nefnt.
    Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort menntaiðnaður er fýsilegur kostur fyrir DataMarket að þjónusta og að skoða hver núverandi staða fyrirtækisins er. Til þess að geta svarað því er stuðst við greiningarlíkanið Optical Strategic Performance Positioning (OSPP) en líkanið sem er jafnframt nýlegt og framúrstefnulegt greinir framtíðastöðu fyrirtækisins innan iðnaðar út frá núverandi starfssemi og skipulagi.
    Rannsóknin byggir á mati stjórnenda DataMarket á starfsemi, skipulagi og innvið fyrirtækisins auk söfnun upplýsinga um menntaiðnaðinn og greiningu á þeim gögnum. Niðurstöðurnar gefa til kynna hver stefnumiðuð staða DataMarket væri innan menntaiðnaðarins út frá núverandi starfssemi fyrirtækisins og framtíðarhorfa í iðnaði. Jafnframt veita niðurstöðurnar upplýsingar um hvaða þættir það væru sem stæðu að baki stefnumiðaðrar stöðu DataMarkets innan iðnaðarins sem gefur tækifæri á að aðlaga þessa þætti til að bæta og/eða breyta stöðu sinni og bæta frammistöðu. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að menntaiðnaðurinn væri fýsilegur kostur fyrir DataMarket að fara inn á.
    Menntaiðnaðurinn fer ört stækkandi og er talið að ekkert lát verði á þeim vexti. Vöxtur markaða er einna mestur hjá þeim sem fóru hvað síðast af stað og er talið að iðnaðurinn komi til með að margfaldast og skila töluvert meiri tekjum innan skamms tíma. Mikilvægt er að hafa í huga að þær upplýsingar sem greiningartæki kunna að gefa skulu einungis notaðar sem viðmið og sem stuðningur í ákvörðunartöku en ekki sem eiginlegt ákvörðunartól.

Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14665


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ms.ritgerd.Hafrun.Anna.Sigurbjornsdottir.pdf1.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna