is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14667

Titill: 
  • Tækifæri að námi loknu. Sérnám sjúkraliða í öldrunarhjúkrun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þetta meistaraverkefni fjallar um sérnám sjúkraliða í öldrunarhjúkrun. Leitast var við að skoða hvaða væntingar sjúkraliðarnir höfðu til námsins, hvort það hafi aukið atvinnuhæfni þeirra á vinnumarkaði og hvort um raunverulega starfsþróun var að ræða. Jafnframt er skoðað hvort þátttakendur séu almennt ánægðir í starfi. Úrtak rannsóknarinnar eru allir sjúkraliðar sem lokið hafa sérnámi í öldrunarhjúkrun.
    Notast er við blandaða rannsóknaraðferð, þar sem stuðst er bæði við eigindlega og megindlega aðferðafræði. Í eigindlegum hluta voru fimm viðtöl tekin við sjúkraliða sem lokið hafa sérnámi í öldrunarhjúkrun. Sjúkraliðarnir luku námi á ólíkum tímum og starfa á mismunandi stofnunum, ýmist á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Megindlegur hluti byggist upp á rafrænni spurningakönnun sem lögð var fyrir alla sjúkraliða sem lokið hafa sérnámi í öldrunarhjúkrun, alls 159 konur.
    Helstu niðurstöður gefa til kynna að sérnámið hafi staðist væntingar sjúkraliðanna að því leyti að námið hefur aukið þekkingu þeirra og færni. Einnig hefur það aukið atvinnuhæfni þeirra, einna helst með því að auka sjálfstraust þeirra og sjálfsöryggi. Hins vegar hefur það ekki skilað þeim aukinni ábyrgð í starfi eins og vonir stóðu til. Niðurstöður sýna að sjúkraliðar með sérnám eru illa nýttir á vinnumarkaðinum og hefur sérnámið ekki skilað þeim nægilegum tækifærum né starfsþróun eins og námsmarkmið lögðu upp með. Fram kom að skortur er á skýrum starfslýsingum/verklýsingum og mikill minnihluti hafði fengið tækifæri á að fara í starfsmannasamtal, sem er grunnur að fræðslu og þróun starfsmanna. Almennt voru þátttakendur ánægðir í störfum sínum og töldu að sérnámið hefði verið fróðlegt og krefjandi.
    Lykilhugtök ritgerðarinnar eru starfsþróun, atvinnuhæfni, starfsánægja, lærdómur, starfsferill og starfsmannasamtöl.  

Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14667


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-mannaudsstjornun.pdf1.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna